Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 24
18
þessi lönd hafa ekki getaS klæðzt aftur fornum gróðri,
þrátt fyrir miklu hagstæðari veðráttu en hér er, hví skyldi
þá vera undarlegt, þótt gróðurinn á íslandi hafi látið á sjá
eftir þúsund ára rányrkju.
Eyðing birkiskóganna hér á landi er fyrst og fremst
og nærri einvörðungu beitinni að kenna. Reynslan hefir
sýnt, að það er hægt að höggva birkiskóga alveg upp á
nokkurra áratuga fresti án þess að nokkur hætta sé á,
að þeir deyi út, ef ræturnar fá aðeins stundarfrið til þess
að skjóta nýjum teinungum. En sé hinum nýju teinung-
um tortímt hvert árið á fætur öðru, fer að lokum svo, að
ræturnar lúta í lægra haldi og deyja.
í eyjum og hólmum, í ám og vötnum, vex oft og tíðum
skógur eða kjarr. Alls staðar, þar sem hægt hefir verið
að komast að gróðri þessum, hefir kjarrið verið gjörfellt
oft og mörgum sinnum á liðnum öldum, en það hefir jafn-
an vaxið upp aftur. Þjóðsagan um Öxarhólma í Sogi
lýsir vel, hvílíka þörf menn hafa haft á að afla sér viðar,
og hvað menn hafa á sig lagt til þess að ná í hann.
í Þjórsá eru margir hólmar og eyjar. Menn kom-
ast út í flesta hólmana, án þess að hætta lífi og lim-
um, en það er erfitt eða illmögulegt að koma fé út í suma
þeirra. Það getur ekki verið nein tilviljun, að allir hólmar,
sem hægt er að flytja fé út í, eru gjöreyddir að skógi og
kjarri, en hinir eru undantekningarlaust vaxnir þéttu
kjarri. Það er heldur engin tilviljun, að árgljúfur og kletta-
skorur, hvarvetna um land allt, eru mjög oft kjarri vaxin.
Er björkin varð að víkja fyrir búfé landsmanna, hvarf
bezta vernd hinnar íslenzku moldar, sem hafði varið hana
gegn uppblæstri. Þegar skógurinn og kjarrið hvarf, opn-
uðust allar gáttir fyrir uppblæstri og landskemmdum. Þeg-
ar bjarkaræturnar fúnuðu og dóu í sverðinum, þjappað-
ist moldin saman og frjósemi jarðvegarins minnkaði stór-
um. Jurtagróðri fór öllum aftur og hann þoldi langt um
minni beit en áður, án þess að eyðast og tortímast. Þegar
uppblástur er kominn á stað, ýfir sauðartönnin sárin á