Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 30

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 30
24 Áður en farið er að ræða um töfluna, er rétt að taka fram, að hún er öllu fremur til þess gerð að benda á að- ferðir, sem nota megi til þess að fá úr því skorið, hvort búpeningur sé almennt vel fóðraður, heldur en til þess að draga af víðtækar ályktanir. Samt sem áður verður ekkí hjá því komizt að draga nokkurar ályktanir af niðurstöð- unum, en væri framtalið ábyggilegt í alla staði, mætti draga af því víðtækar og áreiðanlegar ályktanir, sem stæð- ust alla gagnrýni. Og þegar þekking manna á fóðurþörf búpeningsins er nægilega rannsökuð, má hafa líka aðferð og þá, sem hér er beitt, til þess að komast að raun um, hvort meðferð búpenings sé eins og bezt verði á kosið, og enn fremur, hvort land sé rányrkt, þegar stærð gróðurlend- is og beitarþol er þekkt. Við áætlanir um fóðurþörf búpenings var svo ráð fyrir gert, að allar skepnur fengi sómasamlegt fóður, og var reynt að miða við það, sem telja ætti næðalgjöf á öllu land- inu. Raunar er erfitt að áætla slíkt, þar sem innistöðutími fénaðar er mjög misjafn, en reynt hefir verið að fara var- lega í sakirnar og áætla fóðurþörfina fremur lága en of háa. Pétur Gunnarsson tilraunastjóri, sem hefir með hönd- um rannsóknir á fóðri og fóðrun búpenings hér á landi, hefir verið með í ráðum urn áætlun fóðurþarfarinnar. Hverju hrossi voru áætlaðar 400 fe að vetrargjöf, en 1200 fe yfir árið. Nautgripum var skipt í tvo flokka, mjólk- andi kýr og geldan pening. Mjólkandi kýr eru taldar 72% af nautgripatölunni, en geldur peningur og naut 28%, og er það tekið eftir hlutfallinu milli kúa og annars nautpen- ings í Búnaðarskýrslum árin 1937—39. Mjólkandi kúm eru ætlaðir 35 hestburðir af töðu um gjafatímann eða 1750 fe, en fóðurþörfin allt árið er áætluð 2500 fe. Þar af fara 1500 fe til viðhalds en 1000 fe til mjólkurframleiðslu, en það svarar til 2500 lítra af mjólk með 4% fitu. Öðrum naut- peningi eru áætlaðar 1500 fe að vetrargjöf, en 1900 fe til fóðurs allt árið. Sauðfé er skipað í tvo hópa, á sama hátt og nautgripunum, þannig að 72% eru taldar dilkær en 28%
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.