Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 30
24
Áður en farið er að ræða um töfluna, er rétt að taka
fram, að hún er öllu fremur til þess gerð að benda á að-
ferðir, sem nota megi til þess að fá úr því skorið, hvort
búpeningur sé almennt vel fóðraður, heldur en til þess að
draga af víðtækar ályktanir. Samt sem áður verður ekkí
hjá því komizt að draga nokkurar ályktanir af niðurstöð-
unum, en væri framtalið ábyggilegt í alla staði, mætti
draga af því víðtækar og áreiðanlegar ályktanir, sem stæð-
ust alla gagnrýni. Og þegar þekking manna á fóðurþörf
búpeningsins er nægilega rannsökuð, má hafa líka aðferð
og þá, sem hér er beitt, til þess að komast að raun um,
hvort meðferð búpenings sé eins og bezt verði á kosið, og
enn fremur, hvort land sé rányrkt, þegar stærð gróðurlend-
is og beitarþol er þekkt.
Við áætlanir um fóðurþörf búpenings var svo ráð fyrir
gert, að allar skepnur fengi sómasamlegt fóður, og var
reynt að miða við það, sem telja ætti næðalgjöf á öllu land-
inu. Raunar er erfitt að áætla slíkt, þar sem innistöðutími
fénaðar er mjög misjafn, en reynt hefir verið að fara var-
lega í sakirnar og áætla fóðurþörfina fremur lága en of
háa. Pétur Gunnarsson tilraunastjóri, sem hefir með hönd-
um rannsóknir á fóðri og fóðrun búpenings hér á landi,
hefir verið með í ráðum urn áætlun fóðurþarfarinnar.
Hverju hrossi voru áætlaðar 400 fe að vetrargjöf, en
1200 fe yfir árið. Nautgripum var skipt í tvo flokka, mjólk-
andi kýr og geldan pening. Mjólkandi kýr eru taldar 72%
af nautgripatölunni, en geldur peningur og naut 28%, og
er það tekið eftir hlutfallinu milli kúa og annars nautpen-
ings í Búnaðarskýrslum árin 1937—39. Mjólkandi kúm eru
ætlaðir 35 hestburðir af töðu um gjafatímann eða 1750 fe,
en fóðurþörfin allt árið er áætluð 2500 fe. Þar af fara 1500
fe til viðhalds en 1000 fe til mjólkurframleiðslu, en það
svarar til 2500 lítra af mjólk með 4% fitu. Öðrum naut-
peningi eru áætlaðar 1500 fe að vetrargjöf, en 1900 fe til
fóðurs allt árið. Sauðfé er skipað í tvo hópa, á sama hátt
og nautgripunum, þannig að 72% eru taldar dilkær en 28%