Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 37
31
vegur er sorfinn af stórum svæðum. Því verður aldref
á móti mælt, að landskemmdir fara ávalt í kjölfar mikillar
beitar, og að það er fyrst og fremst beitin, sem er hin
upphaflega orsök gróðureyðingar og uppblástrar. Það er
líka beitin, sem heldur uppblæstrinum við, framar öllu
öðru. Sönnun þess er sú, að alls staðar, þar sem lönd eru
girt og beit er hætt, stöðvast uppblástur af sjálfu sér á
fáum árum eoa áratugum. Þetta er reynsla, sem ekki verð-
ur hrakin, enda má sjá dæmi þessa í öllum skógræktar- og
sandgræðslugirðingum landsins.
í kaflanum um stærð gróðurlendisins var áætlað að flat-
armál hins gróðurberandi lands væri um 17.000 ferkm.
Ræktað land, skógræktar- og sandgræðslugirðingar, eru
tæpir 1.000 ferkm. samanlagt. Ef bústofninum er nú skipt
jafnt niður á 16.000 ferkm. koma 3 hross, rúmlega 2 naut-
gripir og 42 kindur á hvern ferkm. gróins lands. Á rétt-
hyrndu svæði, sem er 1.000 m á hvorn veg á þessi fénaður
að afla sér þess viðurværis, sem hann þarf, að frádregnu
því, sem fæst af ræktuðu landi. Samkvæmt meðaltali síð-
ustu tveggja dálkanna í töflunni hér að framan eiga 228.4
milliónir fe að fást af 16.000 ferkm lands, en það verða
um 14.000 fe á ferkm eða 140 fe á hvern hektara órækt-
aðs lands. 140 fóðureiningar jafngilda 3.5 hestburðum af
útheyi eða, ef reiknað væri í síldarmjöli, ætti arður sá,
sem fæst af hverjum ha lands að jafngilda um 112 kg
slídarmjöls á ári. Þetta dæmi er fremur sett upp til fróðleiks
heldur en að það megi taka bókstaflega. En væri þetta rétt,
er það hreint ekki lítið verðmæti, sem dregið er úr skauti
moldarinnar á hverju ári, án þess að nokkuð komi í stað-
inn.
Áður en lokið er við þáttinn um rányrkjuna, verður ao
víkja örfáum orðum að geitum og geitahaldi. Sem betur
fer eru geitur ekki margar hér á landi. Hin síðari ár eru
fram taldar um 2350 geitur að meðaltali. Geiturnar eru
aðallega í Þingeyjarsýslum, en fáeinar eru við kauptún
og á einstölcu bæjum hingað og þangað. Geitahald er