Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Qupperneq 38
32
hvergi mikið nema þar, sem kvistlendi og skóglendi er í
nánd. Lýsir það betur en annað, á hverju geiturnar eru
látnar nærast. Þótt sauðfé fari illa með kjarrlendi, þá eru
geiturnar margfalt verri. Aðal-fæða þeirra er lim og lauf
bjarkar og víðis, ef þær ná til þess. Það er því engin til-
viljun, að menn hafi seilzt til að hafa þær, þar sem gnægð
er skóglendis eins og í Axarfirði og víðar. Þær eru harð-
gerðar og duglegar að bjarga sér á eigin spýtur og mjög
léttar á fóðrum, þar sem þær ná til lims. En þær eru svo
mikill vargur í skóglendi, að hið eina rétta væri að banna
allt geitahald alls staðar í námunda við kjarrlendi. Meðan
svo er eigi, er rányrkjan í raun og veru friðlýst.
Eldsumbrot.
Eldsumbrot og afleiðingar þeirra, hvort heldur eru
hraunflóð, öskufall eða jökulhlaup, geta eytt gróðri að
fullu á takmörkuðum svæðum. Einnig geta þau spillt
gróðri til muna um land allt, líkt og Skaftáreldar gerðu, en
slíkt hefir örsjaldan komið fyrir.
Þó mun líklegt, að menn hafi gefið eldsumbrotum of
mikla sök á landskemmdum. Margar sveitir, sem menn hafa
orðið að yfirgefa um stundarsakir vegna eldgosa, hafa
byggzt aftur, jafn skjótt og gróðurinn náði sér. Nokku)’
héruð hafa eyðzt með öllu af vöidum jökulhlaupa, en önnur
hafa skemmzt til muna. Annars staðar hefir hraunflóð
runnið yfir byggðir, en þetta hvort tveggja veldur aðeins
skemmdum á takmörkuðum svæðum, sem að vísu geta
verið all-stór, eihs og þegar Litla-LIérað eyddist og Eld-
hraunið í Vestur-Skaftafellssýslu rann. En öskufall, sem
svo oft er samfara gosum, hefir sennilega unnið meira
tjón og víðar, heldur en hraunflóð og jökulhlaup. Askan
berst með vindum víðs vegar og getur kæft gróður á stór-
um svæðum. Stundum hefir askan verið eitri blandin, sem
bæði hefir drepið gróður og sýkt búpening. Að líkindum
eru það einhver flúorsambönd, sem valda gaddi í fé og
gripum, en flúor er efni, sem skylt er joði og klóri. Aska