Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 40
34
þeim, sem gosið hefir valdið, en annars skortir sízt á, að
sé allt talið fram, er hugsazt getur, til þess að gera lítið úr
jörðunum.
Sé nú borinn saman búskapur manna í Landsveit árið
1711 og árið 1935, er hann furðu líkur um margt. Fram-
teljendur eru 46 árið 1711, en 45 árið 1935. Árið 1711 eru
þar 366 nautgripir, 420 hross og 5040 sauðfjár, en af því
sauðfé eru lömb 1327 að tölu svo að sauðfjárstofninn er
rúm 3600. í raun og veru er mismunurinn á skepnufjölda
þessi árin furðu lítill, hrossafjöldinn er hinn sami, naut-
gripirnir eru næstum helmingi fleiri árið 1711, en sauðféð
er um 1400 færra. En nú hefir framtalið 1711 áreiðanlega
verið nokkuð, og kannske mikið, undir hinu sanna.
Meðferðin á fénaðinum árið 1711 hefir þó verið langtum
verri heldur en nú, því að Jarðabókin skýrir svo frá, að í
allri Landsveit sé ekki hægt að fóðra meira á heyjum en
197 kýr, 9 ungneyti, 92 lömb og 7 hross. Þess er getið, að
á flestum jörðum verði að bjargazt við útigang að rnestu,
og sums staðar er lim notað til heystyrks. Mikið er gert úr
skemmdum af völdum uppblástrar og sandágangs á efri
jörðum sveitarinnar, en á neðri býlunum er kvartað um
hagaþröng. Á einum bæ eru kýr og hross heft um nætur
sakir landþrengsla. Það er því ekki um að villast, að um
þetta leyti hefir verið sett svo í hagana, sem frekast var
hægt.
Hin síðari ár hefir fé bænda í Landsveit verið fremur
rýrt, og er því aðallega um kennt, hve afréttur er gróður-
lítill og hve landþröngt sé heima fyrir. Þótt hið gróna land
sveitarinnar hafi verið þriðjungi meira fyrir tveim hundr-
uð árum, mun beitin hafa verið öllu meiri þá en nú, af því
að heyaflinn var sama og enginn, nema sultarfóður handa
mjólkandi kúm. Að vísu er ekki hægt að segja, að áhöfn
sú, sem talin er 1711, hafi verið meðaláhöfn allan þennan
tíma, því að minnsta kosti tvö harðæristímabil hafa dunið
yfir sveitina, auk þess sem fé var skorið niður um miðja
síðustu öld og var nokkura stund að fjölga aftur. Harðæris-