Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 42
36
•en veðráttunnar. En á meðan veðrátta fyrri alda er enn
órannsakað mál, verður ekki neitt um þetta sagt.
Þáttur rányrkjunnar er án efa þyngstur á metunum.
Rányrkjan, ofbeitin, örtröðin, er sennilega frumorsök
flestra og mestra landskemmda.
iNiðurlag.
Oss er það hið mesta happ, að rekja má flestar orsakir
landskemmda, gróðureyðingar og uppblástrar til rányrkj-
unnar. Því að af þeim þrem þáttum, sem geta verið orsök
gróðureyðingar, þá er þetta eini þátturinn, sem er á voru
valdi að breyta.
Hvílík ógæfa hefði það ekki verið, ef veðurfarinu einu
væri um að kenna, hversu landið hefir skemmzt á liðnum
öldum? Það væri þá til einskis að treysta á og byggja land-
ið. Þá væri hið eina rétta að leggja árar í bát og hætta
•öllu búskapar amstri.
Búskaparlag allt hér á landi byggist enn mikiu fremur á
æfagamalli venju heldur en nútíma þekkingu, og er það
mjög eðlilegt. Þjóðin hefir bjargazt af á þennan hátt fyrir
nægjusemi og þrautseigju. En það sér hver heilvita maður,
að oss er ómögulegt að halda mikið lengur áfram á þeirri
braut. I fyrsta lagi er það ekki hægt sakir þess, að stærð
og gæði gróðurlendisins þolir ekki að minnka frá því, sem
orðið er. í öðru lagi af því, að það er ekki lengur hægt að
reka búfjárrækt, svo að nokkur hagur sé að til langframa,
ef búféð líður tilfinnanlegan fóðurskort á einhverjum tím-
um árs.
Hringurinn Draupnir þótti hin mesta gersemi, af því að
hann gat af sér aðra hringa jafnhöfga níundu hverja nótt.
Á árunum 1922—1932 fór að meðaltali eitt býli í eyði
níundu hverja nótt. Á hér um bil sama tíma hurfu 1600
manns frá landbúnaðarstörfum til annarra verka, en þjóð-
inni fjölgaði um 16.000 manns. Til þessa liggja auðvitað
ýmsar orsakir. Aðal ástæðan er þó sú, að menn hafa ekki
haft jafn mikinn arð af vinnu sinni við búskap og við aðra