Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 45
37
atvinnu. Arðurinn af búskapnum fer auðvitað eftir land-
gæðum og búskaparlagi. Nú hefir verið sýnt fram á hér
að framan, að þessu hvoru tveggja er áfátt í ýmsu, og
rökrétt afleiðing er sú, að brottflutningur fólks úr sveic
er að miklu leyti af þessum rótum runninn.
Ræktun síðari ára og margs konar framkvæmdir í bún-
aði, svo sem áveitur, girðingar, bætt áburðarhirðing og
margt fleira, hefir orðið til þess að bæta kjör manna, sem
í sveit búa, og er það lofs vert. En sá er galli á þessu, að
engin þessara framkvæmda hafa miðað að því að auka
hinn náttúrlega gróður landsins utan túns og engja. Hins
vegar hefir aukin ræktun gert mönnum kleift að fjölga
búfé, en fjölgun búfjár hefir víða verið nauðsynleg, til
þess að menn gæti risið undir þeim kostnaði, sem var sam-
fara nauðsynlegum húsabótum og aukinni ræktun. Fjölgun
búfjárins hefir, þrátt fyrir bætta meðferð og hirðingur
mjög aukið örtröð á óræktuðu landi. Þetta eru svo miklir
gallar, að ljóminn af búnaðarframförum síðari ára mun
hverfa að mestu eða öllu leyti þegar málið verður brotið-
til mergjar.
Úr þessum göllum verður að bæta, því að það hlýtur að
vera auðskilið, að ekki dugir að halda lengra á rányrkju-
brautinni en komið er. I því sambandi er skylt og sjálfsagt
að minna á, að margt af þeim nýbýlum, sem stofnað hefir
verið til undanfarið, á alls ekki rétt á sér meðan ræktun
er ekki aukin mjög. Þótt hægt sé með góðu móti að fjölga
býlum ofurlítið í einstöku sveitum, er annars staðar mjög
hæpið, og víða alrangt, að gera slíkt. Fleiri býli í sveit er
sama og aukin áhöfn, og meðan ræktunin eykst ekki hrað-
ar en hún gerir nú, er stofnun nýbýla oft sama og aukin
örtröð. Nýbýlastofnun á þeim grundvelli hefnir sín grimmi-
lega, áður en langt um líður.
Hin eina starfsemi, sem rekin hefir verið hér á landi,
og miðar að því að græða upp eydd lönd og hlynna að hin-
um náttúrlega gróðri landsins, er skógrækt og sand-
græðsla. Framkvæmdir á þessum sviðum hefjast um síð-