Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 47

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 47
39 lendi og birki-nýgræðiiigur þýtur hvarvetna upp, er frið- unar nýtur í nánd við þessa skóga. Og á síðustu árum hafa menn veitt því eftirtekt, að víða um land lifa bjarkarræt- ur í jörðu, sem geta vaxið upp og myndað nýja skóga ef friðunar nýtur. Af starfsemi skógræktarinnar er ljóst, að hér getur vaxið og dafnað langtum þroskameiri gróður en nokkurt mannsbarn hafði rennt grun í um síðustu alda- mót. Það er alveg víst, að starfsemi skógræktarinnar og sand- græðslunnar mun síðar verða talinn lang merkasti þáttur- inn í þeirri ræktun, sem hér hefir verið framkvæmd síð- ustu áratugi. Enda hefir þessi starfsemi þegar sýnt, og mun sanna mönnum enn betur síðar, hvern þátt beitin og rányrkjan á í eyðingu landsins, og hún mun gefa oss það, sem mest er um vert í þessu sambandi, trúna á að takast megi að græða landið upp að nýju á auðveldan og ódýran hátt. Þess vegna getum vér hafizt handa um að klæða landið, og nóg er verkefnið, sem blasir við. Undir 200 m hæð eru um 10.000 ferkílómetrar lands, er nú ber annað hvort engan eða strjálan og lítinn gróður. Þetta land á allt að klæðast gróðri í einhverri mynd á næstu öldum, án þess að það, sem nú er gróið, minnki frá því sem er. Gróðurinn er og verður alltaf aðal-verðmæti þeirra, sem landið byggja, og gildi hans rýrnar ekki þótt tímar líði. Til þess að stórfelld ræktun geti verið rekin með nokk- urri fyrirhyggju, verður að hefja margþættar rannsóknir, til þess að ljóst verði, hvernig henni verði bezt hagað. Rannsóknum yrði að haga eitthvað á þessa leið: Annars vegar væri rannsóknir á veðurfari fyrri alda með frjórannsóknum í mómýrum, samfara athugunum á sögulegum gögnum, sem kynni að geta gefið upplýsingar um allt, er varðaði búfjáreign og afrakstur búskapar á liðnum öldum, ásamt því að reynt væri að komast að, á hvaða tímum ýmis gróðurlendi hafi eyðzt og hvenær ýms- ar jarðir og byggðarlög hafi af tekizt eða lagzt í eyði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.