Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 47
39
lendi og birki-nýgræðiiigur þýtur hvarvetna upp, er frið-
unar nýtur í nánd við þessa skóga. Og á síðustu árum hafa
menn veitt því eftirtekt, að víða um land lifa bjarkarræt-
ur í jörðu, sem geta vaxið upp og myndað nýja skóga ef
friðunar nýtur. Af starfsemi skógræktarinnar er ljóst, að
hér getur vaxið og dafnað langtum þroskameiri gróður en
nokkurt mannsbarn hafði rennt grun í um síðustu alda-
mót.
Það er alveg víst, að starfsemi skógræktarinnar og sand-
græðslunnar mun síðar verða talinn lang merkasti þáttur-
inn í þeirri ræktun, sem hér hefir verið framkvæmd síð-
ustu áratugi. Enda hefir þessi starfsemi þegar sýnt, og
mun sanna mönnum enn betur síðar, hvern þátt beitin og
rányrkjan á í eyðingu landsins, og hún mun gefa oss það,
sem mest er um vert í þessu sambandi, trúna á að takast
megi að græða landið upp að nýju á auðveldan og ódýran
hátt.
Þess vegna getum vér hafizt handa um að klæða landið,
og nóg er verkefnið, sem blasir við. Undir 200 m hæð eru
um 10.000 ferkílómetrar lands, er nú ber annað hvort
engan eða strjálan og lítinn gróður. Þetta land á allt að
klæðast gróðri í einhverri mynd á næstu öldum, án þess að
það, sem nú er gróið, minnki frá því sem er. Gróðurinn er
og verður alltaf aðal-verðmæti þeirra, sem landið byggja,
og gildi hans rýrnar ekki þótt tímar líði.
Til þess að stórfelld ræktun geti verið rekin með nokk-
urri fyrirhyggju, verður að hefja margþættar rannsóknir,
til þess að ljóst verði, hvernig henni verði bezt hagað.
Rannsóknum yrði að haga eitthvað á þessa leið:
Annars vegar væri rannsóknir á veðurfari fyrri alda
með frjórannsóknum í mómýrum, samfara athugunum á
sögulegum gögnum, sem kynni að geta gefið upplýsingar
um allt, er varðaði búfjáreign og afrakstur búskapar á
liðnum öldum, ásamt því að reynt væri að komast að, á
hvaða tímum ýmis gróðurlendi hafi eyðzt og hvenær ýms-
ar jarðir og byggðarlög hafi af tekizt eða lagzt í eyði.