Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 50
42
unum fyrir neðan, stundum fast að því 50 cm háar
eftir sumarið. Næsta vor eru þessir nýgræðingar allir
horfnir. — Sauðartönnin hafði séð fyrir þeim, þó að hún
næði ekki til bræðranna og mæðranna á bergsyllunni fyr-
ir ofan.
Hallgrímur Ólafsson, bóndi í Holti í Fellum, greindur
maður og athugull, hefir sagt mér, að á hverju sumri
finnist birkiplöntur svo þúsundum skipti í börðum og
moldarflögum niður við Lagarfljót, einkum eru torf-
ristuflög öll þétt sett. Fyrir nokkurum árum flutti Hall-
grímur nokkurar þessara plantna í girtan reit heim við bæ
sinn, eru þær nú orðnar að hinum myndarlegustu trjám.
Hallgrímur telur að plönturnar vaxi upp af fræi, er berist
frá Hallormsstaðarskógi, en hann er nokkuru sunnar í Hér-
aðinu og skilur Lagarfljót á milli — þriggja til fjögurra
kílómetra breitt.
Upp úr Norðurdal, inn af Fljótsdal, gengur dalverpi til
hálendisins, meðfram Jökulsá, er Kleyfardalur heitir. Dal-
verpi þetta er skógi vaxið, að vísu ekki hávöxnum vegna
þess, hve hátt það er yfir sjó. Skógur þessi er höggvinn
nokkuð, en fjarlægðin frá bæjum verndar hann að nokkuru
fyrir ágangi búfjár og það eitt virðist nægja til þess að
tryggja honum lífsskilyrði, þótt í hálendinu sé. Á Eiðum óx
til forna mikill skógur og gereyddist skógurinn ekki fyrr
en nokkuru eftir næst síðustu aldamótý'
Árið 1927 var fyrst hafizt handa um að friða land það,
sem næst er Eiðaskóla, og hinn forni Eiðaskógur hafði áður
vaxið. Þessi fyrsta tilraun hefir borið þann árangur, að
landið innan girðingarinnar er þéttvaxið birkikjarri. Hæstu
hríslurnar hafa náð þriggja metra hæð, og fjöldi ber þeg-
ar fullþroskað fræ. Meðal ársvöxtur þessara afkomenda
hins forna Eiðaskógar er um 20—50 cm, svo að sýnt er
að þeir verða engir verrfeðrungar, er stundir líða. Árið
* Sjá Fljótsdælasögu 31. kap., Sigfús Sigfússon: fslenzkar
þjóðsögur, 1. bls. 81—85, porv. Thor.: Landafrs. IIIbís 80 og
Búnaðarrit 8. ár., bls. 33 n. n.