Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 65
53
vetra, er hann tók ofan skálann“. En í handriti Páls er
svohljóðandi klausu skotið inn á milli hornklofa: „Sá Eyj-
ólfur var kenndur við hríslu í gilinu, hún hafði vaxið upp
samhliða honum, og fallið sömu nótl og- hann deyði“.
Eggert. Ólafsson getur þess í Ferðabók sinni, að árið
1756 hafi þeir félagar, Bjarni Pálsson og hann, séð
mikið bjarkartré hjá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Stóð
tréð nálægt bænum á klöpp við lækinn. Var hæð þess þá
40 fet, en efstu greinar krónunnar blaðlausar, enda var
aldur þess talinn 67 ár. Telur Eggert þetta hæstu hríslu
iandsins, og hefir hæðin verið röskir 12 metrar, hafi Egg-
ert miðað við danska alin, sem telja verður sennilegt,
þar sem Danir stóðu að rannsóknarför þeirra félaga. En
hafi hann hins vegar stuðzt við Hamborgaralin, er notuð
var all-mikið hér í landi um þær mundir, verður hríslan
nokkuð lægri.
Vafalaust er hér um að ræða „hrísluna Eyjólfs", sem
að ofan getur, en Eyjólfur sá, sem við hana var kennd-
ur var Guðmundsson og oftast nefndur hinn spaki.
Ilann er hjá foreldrum sínum í Múla árið 1703 og þá
skráður 14 ára í manntalinu, eftir því fæddur um 1689.
Bjó hami allan sinn búskap í Múla, og andaðist þar 24.
nóvember 1783 „hálftíræður að aldri“. Þarf því sízt að
undra, þó að hríslan, jafnaldra hans, hafi þá verið komin
að fótum fram og fallið um sama leyti.
Skógartunga heitir enn brekkan á milli tveggja gilja ofan
og austanvert við Eyvindarmúla. í öðru hvoru þessu gili
hefir hríslan staðið og má því ætla, að hún hafi verið síðustu
leifar hinna fornu skóga, sem tungan er kennd við. Annars
voru brekkur og brúnir Inn-Hlíðarinnar klæddar skógi fram
eftir öldum, og enn má sjá þar í giljum og kiettum ein-
stæðar bjarkarhríslur, sem vitna um hina fornu skóga,
t. d. í Bæjargiljunum við Fljótsdal og Barkarstaði, að
ógleymdu Bleiksárgljúfri, sem mjög er rómað og eftir-
sótt af ferðamönnum, ekki sízt vegna hinna fögru bjarka,
er þar standa enn. Vestustu minjar þessara fornu skóga,.