Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 65

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 65
53 vetra, er hann tók ofan skálann“. En í handriti Páls er svohljóðandi klausu skotið inn á milli hornklofa: „Sá Eyj- ólfur var kenndur við hríslu í gilinu, hún hafði vaxið upp samhliða honum, og fallið sömu nótl og- hann deyði“. Eggert. Ólafsson getur þess í Ferðabók sinni, að árið 1756 hafi þeir félagar, Bjarni Pálsson og hann, séð mikið bjarkartré hjá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Stóð tréð nálægt bænum á klöpp við lækinn. Var hæð þess þá 40 fet, en efstu greinar krónunnar blaðlausar, enda var aldur þess talinn 67 ár. Telur Eggert þetta hæstu hríslu iandsins, og hefir hæðin verið röskir 12 metrar, hafi Egg- ert miðað við danska alin, sem telja verður sennilegt, þar sem Danir stóðu að rannsóknarför þeirra félaga. En hafi hann hins vegar stuðzt við Hamborgaralin, er notuð var all-mikið hér í landi um þær mundir, verður hríslan nokkuð lægri. Vafalaust er hér um að ræða „hrísluna Eyjólfs", sem að ofan getur, en Eyjólfur sá, sem við hana var kennd- ur var Guðmundsson og oftast nefndur hinn spaki. Ilann er hjá foreldrum sínum í Múla árið 1703 og þá skráður 14 ára í manntalinu, eftir því fæddur um 1689. Bjó hami allan sinn búskap í Múla, og andaðist þar 24. nóvember 1783 „hálftíræður að aldri“. Þarf því sízt að undra, þó að hríslan, jafnaldra hans, hafi þá verið komin að fótum fram og fallið um sama leyti. Skógartunga heitir enn brekkan á milli tveggja gilja ofan og austanvert við Eyvindarmúla. í öðru hvoru þessu gili hefir hríslan staðið og má því ætla, að hún hafi verið síðustu leifar hinna fornu skóga, sem tungan er kennd við. Annars voru brekkur og brúnir Inn-Hlíðarinnar klæddar skógi fram eftir öldum, og enn má sjá þar í giljum og kiettum ein- stæðar bjarkarhríslur, sem vitna um hina fornu skóga, t. d. í Bæjargiljunum við Fljótsdal og Barkarstaði, að ógleymdu Bleiksárgljúfri, sem mjög er rómað og eftir- sótt af ferðamönnum, ekki sízt vegna hinna fögru bjarka, er þar standa enn. Vestustu minjar þessara fornu skóga,.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.