Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Blaðsíða 66
54
eru nokkurar lágvaxnar bjarkarhríslur, sem haldizt hafa
í klettabrúnum og bergsyllum nálægt Múlakoti.
„Snorrarjóður“.
Séra Snorri Björnsson, er Húsafell hélt um fjóra áratugi
(1757—1796), og jafnan við þann stað kenndur, var fæddur
3. dag októbermánaðar árið 1710 í Höfn í Melasveit í Borg-
arfirði og ólzt þar upp með foreldrum sínum. Hann er kom-
inn í Skálholtsskóla 1728 og brautskráður þaðan vorið 1733.
Sighvatur fræðimaður Grímsson Borgfirðingur getur þess í
sögu Snorra prests í „Prestaæfum“ sínum, að sú sögn hafi
verið almenn í Borgarfirði, að þegar Snorri var enn heima
í Höfn, sennilega um það leyti, sem hann fer að Skálholti,
þá hafi Björn bóndi sent þá eitt sinn í skóg, sonu sína
báða, Snorra og Þorstein, er síðan bjó í Ilöfn. Kemur svo
orðrétt. frásögn Sighvats:
„Fóru þeir að heiman árla dags, en undir miðjan dag
gekk Björn bóndi inn í skóg að vita um skógarverkið
sona sinna. En er hann var kominn skammt á leið inn með
sjónum, þar sem Þjófaklettar heita inn frá Höfn, þá urðu
fyrir honum föt sona hans við sjó fram, en þeir báðir á
sundi fyrir framan landið. Brugðu þeir þá skjótt við og
og lögðu til lands og klæddust sem skjótast, tóku þegar á
rás inn allan Hafnarskóg og allt inn á Seleyri, sem er inn
undir Grjóteyrarhæðum; var hún þá öll skógi vaxin frá
fjalli til fjöru og löngu síðar. Rifu þeir upp skóginn með
rótum og sviðu jafnframt, því að mæit er, að annar þeirra
hafi hlaupið inn til Grjóteyrar og sótt þangað eld. Ekki
kvistuðu þeir hrísið né kurluðu, en lögðu eld í köstinn og
tróðu, og er sagt að kolin hafi verið 30 tunnur, auk allrar
ösku, en líklegt er, að það hafi aldrei mælt verið, og má
vel vera að nokkuð sé orðum aukið. Þar var síðan kallað
Snorrarjóðui-. Var þar enn skógur allt um kring 1858, en
rjóðrið sjálft var all-mikið ummáls, og hafði þar enginn
hrísla vaxið síðan skógurinn var rifinn. Heyrði eg þessa
frásögn í ungdæmi mínu víða um Borgarfjörð, og kvaðst