Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 66

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 66
54 eru nokkurar lágvaxnar bjarkarhríslur, sem haldizt hafa í klettabrúnum og bergsyllum nálægt Múlakoti. „Snorrarjóður“. Séra Snorri Björnsson, er Húsafell hélt um fjóra áratugi (1757—1796), og jafnan við þann stað kenndur, var fæddur 3. dag októbermánaðar árið 1710 í Höfn í Melasveit í Borg- arfirði og ólzt þar upp með foreldrum sínum. Hann er kom- inn í Skálholtsskóla 1728 og brautskráður þaðan vorið 1733. Sighvatur fræðimaður Grímsson Borgfirðingur getur þess í sögu Snorra prests í „Prestaæfum“ sínum, að sú sögn hafi verið almenn í Borgarfirði, að þegar Snorri var enn heima í Höfn, sennilega um það leyti, sem hann fer að Skálholti, þá hafi Björn bóndi sent þá eitt sinn í skóg, sonu sína báða, Snorra og Þorstein, er síðan bjó í Ilöfn. Kemur svo orðrétt. frásögn Sighvats: „Fóru þeir að heiman árla dags, en undir miðjan dag gekk Björn bóndi inn í skóg að vita um skógarverkið sona sinna. En er hann var kominn skammt á leið inn með sjónum, þar sem Þjófaklettar heita inn frá Höfn, þá urðu fyrir honum föt sona hans við sjó fram, en þeir báðir á sundi fyrir framan landið. Brugðu þeir þá skjótt við og og lögðu til lands og klæddust sem skjótast, tóku þegar á rás inn allan Hafnarskóg og allt inn á Seleyri, sem er inn undir Grjóteyrarhæðum; var hún þá öll skógi vaxin frá fjalli til fjöru og löngu síðar. Rifu þeir upp skóginn með rótum og sviðu jafnframt, því að mæit er, að annar þeirra hafi hlaupið inn til Grjóteyrar og sótt þangað eld. Ekki kvistuðu þeir hrísið né kurluðu, en lögðu eld í köstinn og tróðu, og er sagt að kolin hafi verið 30 tunnur, auk allrar ösku, en líklegt er, að það hafi aldrei mælt verið, og má vel vera að nokkuð sé orðum aukið. Þar var síðan kallað Snorrarjóðui-. Var þar enn skógur allt um kring 1858, en rjóðrið sjálft var all-mikið ummáls, og hafði þar enginn hrísla vaxið síðan skógurinn var rifinn. Heyrði eg þessa frásögn í ungdæmi mínu víða um Borgarfjörð, og kvaðst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.