Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 69
57
ur eru innan um kjarrið, en rætur lifa víða í sverðinum,.
svo að upp mun vaxa nýr skógur. Melaskógur er nokkuru
víðlendari en Stórhöfði, en hann er all-hár og þéttur.
Skuggabjargaskógur er norðan og utan við Þverárskóg.
Hann er all-vænn og sums staðar með ágætum. Sund það,
sem skóglítið er milli Skuggabjarga og Þverárskógar mun
að mestu klæðast skógi á næstu árum. Skuggabjargaskóg-
ur komst ekki allur inn í þessa girðingu, sem sett var upp í
sumar, en það, sem enn er ógirt, verður friðað á næsta
sumri.
I Borgarfirði voru settar upp tvær nýjar girðingar, önn-
ur um skóginn við Jafnaskarð, en hin um Sauðhússskóg.
Eru þessir skógar báðir í Stafholtstungnahreppi.
Girðingin um skóginn við Jafnaskarð er um 3.5 km á
lengd, en Hreðavatn girðir á einn veg um 2 km. Flatar-
mál skógarins er sem næst 150 hektarar, en flatannál Sauð-
hússskógar er 60 hektarar. Lengd þeirrar girðingar er um
4 km. Hafa því um 500 ha skóglendis bætzt við friðaða
skóga á síðasta ári.
Jörðin Skarfanes í Landsveit var og keypt fyrir kr.
8.000.00 og all-miklar framkvæmdir unnar þar. En af því
að þær voru gerðar fyrir fé af fjárveitingu ársins 1942
verða þær ekki taldar fyrr en að ári.
Viðhald og endurbætur á girðingum.
Gert var all-mikið við sumar girðingar, og fékk Þórs-
merkurgirðingin einna mesta viðgerð. Girðingin um Mun-
aðarnessskóg í Borgarfirði var öll hresst við og hefir eig-
andi hans falið Skógrækt ríkisins alla umsjón með honum.
Á Vöglum tók snjóflóð dálíiinn hluta úr girðingu, sem
bætt var jafnskjótt, og í Sigríðarstaðaskógi voru og nokk-
urar endurbætur gerðar. Víða annars staðar voru girðingar
lagíærðar eftir því, sem þörf krafði.
Græðireitir.
Á Vöglum var hafinn undirbúningur að mikilli stækkun