Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Side 85
71
kenning mun valda straumhvörfum í starfsemi félagsins.
T. d. er ákveðið að halda á næsta vori útbreiðslufund fyrir
félagið og auka meðlimatölu þess. Var þegar á þessu ári
stigið fyrsta sporið um fjölgun meðlima, með því að Skáta-
félagið Faxi hér í eyjum hefir verið tekið inn í Skógræktar-
félag Vestmannaeyja. En það er von okkar, að allir vel-
unnarar þessara mála gangi í félagið á þessum fyrirhug-
aða fundi, sem haldinn mun verða í aprílmánuði n.k.
Við byrjuðum 14 félagar, en þegar eftir fyrsta árið var
áhugi meiri hluta þeirra horfinn, en þrátt fyrir þetta vilj-
um við nú, þeir fáu, sem höfum haldið þessari starfsemi
uppi um 10 ára skeið, leitast við að fá fólk til að fjölmenna
í félagið, þar sem við nú þykjumst geta miðað við reynslu
þessara starfsára og bent á þær leiðir, sem fara skal til þess
að árangur náist.
Að lokum vil ég taka það fram, að starf það, sem unnið
hefir verið í landi Skógræktarfélags Vestmannaeyja, er
eingöngu frístunda-vinna fárra félagsmanna. Tvívegis hef -
ir félagið orðið fyrir miklu tjóni, í fyrra skiptið haustið
1937 og síðar, haustið 1939: Óvandaðir menn höfðu gengið
um landið án þess að loka hliði girðingarinnar, og komust
þá þangað inn sauðkindur, sem héidu sig á þessum slóðum
og stýfðu svo ofan af trjáplöntunum, að margar þeirra
munu aldrei bera sitt barr.
Síðastliðið vor gróðursettu skátar 500 bjarkarplöntur
undir eftirliti eldri félaga, þrifust þær vel og bættu drjúg-
um við hæð sína. Er nú ætlunin að efla félagið á allan hátt,
þegar á næsta vori, og hefir verið samið um áburðarkaup
við ýmsa menn hér í kauptúninu, sem þó er mjög erfitt
vegna áburðarskorts í matjurtagarða.
*
Vestmannaeyjum, 27. des. 1941.
Ingólfur A. Guðmundsson.