Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 11
9
vélar einu samgöngutækin, því að vegir ná mjög skammt
út frá þorpum og byggðu bóli. Landið er mjög sæbratt og
er því víða erfitt að leggja vegi, en fjarlægðir milli þorpa
eru afarmiklar. Landið er einnig vogskorið og sumt af
byggðunum er á eyjum og hólmum- Skógarþjónustan í
Alaska hefir því marga mótorbáta, sem skógarverðirnir
ferðast á. Bátar þessir, sem eru um 10 talsins, eru frá 15
og upp í 25 tonn og ganga fremur vel. Sumum stýra skóg-
arverðirnir sjálfir, en á öðrum er fastráðinn skipstjóri.
En skipstjórinn verður jafnframt að gegna skyldum véla-
manns, matsveins og talstöðvarstjóra. Fer þeim þetta vel
úr hendi, enda er allt, sem hugsanlegt er, til að létta störf
þeirra. T. d. er sjálfstýrandi tæki á sumum þessara litlu
báta, svo að skipið heldur stefnu sinni óbreyttri, þegar
hún hefir verið sett. Þótt þessi tæki sé nokkuð dýr, svo
dýr, að menn hafa ekki haft þau á íslenzkum skipum til
skamms tíma, þá varð mér fljótt Ijóst, að þau spara að
mestu vinnu eins manns. Ennfremur eru öll hitunartæki
skipsins kynnt með olíu, en það er hreinlegra en kolakynd-
ing, auk þess, sem mikill vinnusparnaður er að því. Fannst
mér mikið til um, hve öllu var haganlega fyrir komið um
borð í þessum skipum, og gæti ég trúað, að útgerðarkostn-
aður slíkra báta væri mikið minni, en jafn stórra báta
hér við íslandsstrendur.
Á ferð minni til Sitka bar margt nýstárlegt fyrir augu.
Við þræddum leiðina milli eyja og hólma, boða og skerja,
en hvarvetna voru vitar og leiðarljós til þess að vísa sjó-
farendum veg. Sjórinn var lygn og sléttur, en straumar
miklir voru með aðfalli og útfalli í þrengstu sundunum,
og urðum við því stundum að bíða eftir liggjanda, því að
straumkastið varð þá eins og harðasti árstraumur.
Náttúrufegurð er mikil á þessum slóðum eins og víðar
í Alaska, hávaxnir skógar frá ströndu og upp á efstu brún-
ir, en á öllum eyrum og töngum vex hinn fegursti gróður,
Ýmis skógardýr og birnir skutust stundum fram úr fylgsn-
um sínum ofan í fjöruna, horfðu um stund á skipið, en