Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 39
37
XII.
Hinn 21. september kvaddi ég kunningja mína í Anchor-
age og hélt af stað suður til Seward, sem er bær sunnar-
lega á Kenaiskaga. Þar hefir einn af skógarvörðunum bú-
setu, og tók hann á móti mér á stöðinni og leiðbeindi mér-
Hann heitir D. W. Stephenson, kornungur maður og hinn
hvatlegasti. Daginn eftir fórum við saman um skagann til
að skoða, hvar vænlegast mundi að bera niður við fræsöfn-
un. Ókum við út til stöðvar skógræktarinnar við Lawing,
og leizt mér svo á, að heppilegt væri að hafa bækistöð þar,
er við reyndum að ná fræi af ýmsum stöðum á skagan-
um. Reyndi ég nú að fá Vigfús til að koma til mín, svo
að við gætum unnið saman að þessu í stað þess að leigja
hjálp, sem erfitt mundi á þessum stað. En það var engan
farkost að hafa annan en leiguflugvél, sem skauzt eftir
Vigfúsi.
Undir eins og Vigfús var kominn, bjuggum við okkur
til að ferðast um skagann og safna fræi af þeim tegundum
sem við kynnum að hitta fyrir. Vistuðum við okkur hjá
gamalli konu, sem heitir Nellie Lawing og býr í Lawing.
En slíkt er mjög algengt í Alaska, að staðirnir eru nefndir
eftir þeim manni, sem fyrstur tekur sér bólfestu á þeim.
En maður Nellie gömlu hafði fyrstur manna reist byggð á
þessum stað. Þarna voru að vísu ekki nema þrjú eða fjög-
ur hús, enn sem komið er. Nellie gamla hefir alið mestan
aldur sinn í Alaska og mótazt af landi og þjóð. Hún var
eigi óvön að nota alls konar gífuryrði og formælingar, ef
henni mislíkaði, og fátt mun hafa getað hneykslað hana,
en hún var talin hjartagóð og greiðvikin, og dugleg hefir
hún verið, er hún var upp á sitt bezta. Nú lifði hún í
ekkjustandi við Kenaivatn og hafði ofan af fyrir sér með
kanínurækt og með því að selja þeim fáu gestum greiða,
sem dvelja vildu hjá henni í bjálkakofum hennar, sem hún
hafði hróflað upp á landi sínu.
Við Vigfús fengum inni í einum þessara kofa, og okkur
leið þar ágætlega, þótt ekki verði sagt, að gisting eða mat-