Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 14
, 12
ara, er ég dvaldist um hálfan mánuð með skógarhöggs-
mönnum við Prince Williamsflóa.
í Fish Bay var mjög hávaxinn og viðamikill skógur.
Lang mest var af sitkagreni (Picea sitchensis) sem var
um 40 metra á hæð og þar yfir. Þar óx einnig marþöll
(Tsuga hetero'phylla), sem var svipuð að stærð og gæð-
um. Lauftré voru engin, nema all hávaxið elri (Alnus
rubra) meðfram ám og lækjadrögum. Trén voru á öllum
aldri, þó að mest væri af fullþroska trjám. Jarðvegur var
mjög frjósamur, og mikill og þéttur undirgróður um allan
skóginn. Þar óx mannhæðar há jurt, sem var alsett hvöss-
um göddum og þyrnum, svo að víða var nærri ógengt um
skóginn. Hvarvetna lágu hálffúnir trjábolir hver um ann-
an þveran, og voru sumir þeirra um tveir metrar að þver-
máli. Var því eigi að furða, þótt landið væri erfitt yfir-
ferðar, enda hættum við okkur eigi lengra út fyrir hinar
ruddu brautir en nauðsynlegt var- En ég varð að viður-
kenna með sjálfum mér, að ég hefði aldrei komið í eigin-
legan frumskóg fyrr en þarna. Þetta var hið ógreiðfær-
asta land, sem hægt var að hugsa sér.
Mér þótti fróðlegt mjög að skoða gróðurinn í Fish Bay,
bæði sakir þess, hve tröllaukinn hann var, og eigi síður
af því, að ég fékk upplýsingar um það í Juneau, að stærstu
sitkagrenitrén hér á landi, sem gróðursett eru í Múlakoti
í Fljótshlíð, sé vaxin upp af fræi frá þessum stað. Fræ-
inu var safnað árið 1930 eða 1931, en þaðan var það sent
til Noregs. Þaðan fengum við plönturnar, er þær voru um
hálfur meter á hæð, árið 1937. Þrátt fyrir köld og erfið
sumur 1943 og 1944, og þrátt fyrir að austanrokin mæði
á þessum trjám, hafa þau vaxið ágætlega vel án þess að
toppkala nokkuru sinni. Nú er hæsta tréð 4,1 metri, en
meðalhæð allra trjánna er yfir 3 metrar. Nú er sumarhit-
inn í Fish Bay nokkuru meiri en sumarhitinn í Múlakoti,
þótt vetrarmánuðirnir sé mjög svipaðir á báðum stöðun-
um. Þess vegna er undravert, hve trén hafa náð góðum
þroska í Múlakoti, og úr því, að svo vel hefir tekizt til