Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 22
20
honum góða leiðsögn, lofaði hann að reyna að útvega mér
fræ af þöll úr nokkur hundruð metra hæð ofan við bæinn,
og gæti verið fróðlegt að reyna slíkt hér, þótt ekki væri
nema í smáum stíl til að byrja með. En það er enn mikill
skortur á vinnuafli í Sitka, svo að ég býst varla við neinu
fræi þaðan á þessu ári.
VI.
Frá Sitka flaug ég aftur til Junaeu ásamt Harry Sper-
ling, en þar hafði ég skamma viðdvöl áður en ég flaug
til Cordova, sem er lítill bær með um 1500 íbúa utarlega á
austurströnd Prince Williamsflóa. Þar býr yfirskógar-
vörðurinn, E. M- Jacobsen, sem er Dani að ætt og upp-
runa. Hann var í siglingum á unga aldri og kom meðal
annars nokkurum sinnum til Islands sem ungur maður.
Síðar settist hann að í Alaska og gerðist skógarvörður og
unir nú hag sínum hið bezta. Skógarumdæmi hans nær
yfir allar strendur Prince Williamsflóa, og er það ærið
starf, sem hann hefir með höndum, einkum þar sem hann
hefir mjög takmarkaða aðstoð.
I Cordova mættumst við Vigfús Jakobsson, en hann
var kominn þangað nokkurum vikum á undan mér til að
undirbúa fræsöfnunina. Við fórum strax að tygja okkur í
leiðangur, því að við ætluðum að liggja við á tveim stöð-
um vestan flóans, þar sem skógarhöggsmenn voru áð verki.
Mánudaginn hinn 3. september fórum við Vigfús um borð
í hið ágæta skip, Chugach, sem Jacobsen stýrir um flóann
og við nálægar strendur. Lögðum við á stað 1 ágætu veðri
og heiðríku, og þótt hann blési nokkuð kalt á suðvestan
er á daginn leið, höfðum við hið indælasta útsýni alla
leið. Við sneiddum fyrst fram hjá nokkurum eyjum og
hólmum við Cordova og komumst brátt út á flóann, sem
er um einum þriðja stærri en Faxaflói. Prince Williams-
flói er umkringdur mjög háum fjöllum á alla vegu og
syðst í mynni hans eru háar sæbrattar eyjar, en sakir þess