Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 87
85
þessa skóga og ítök: Völlu er liggja norSur frá Næfur-
holti, Langafell svo langt fram, sem skógi er vaxið aust-
an til, Melfell er liggur í landnorður frá Næfurholti, skóg
hjá Stapa (sem áður er umgetið) svo langt, sem skógi er
vaxið fram að Útisandagjá( ?) og skóginn innfrá, er
kölluð er Maríutunga. ftem tvær skógartóptir hvora hjá
annarri fyrir framan fjalljökul svo langt ofan sem slétt-
an tekur við. ftem skógartóft í Langadal framanverðum
fyrir vestan í dalnum inn að brekkum að fflíðarendaskógi
og fram á hálsinn. ítem skóg í Réttarfelli. ítem litla
skógartóft fyrir innan kijli upp undir jökulinn, og eru
þessir skógar sagðir nú nær eyddir.“ (Fjögur síðustu ítök-
in munu hafa verið í Langanesi, Þórsmörk, Goðalandi).
í sambandi við þenna ítakafjölda Breiðabólstaðar-
kirkju má geta þess, að þá voru fjórar hjáleigur staðarins
í byggð: Bjargarkot, Stóra-Árnagerði, ffáakot og Flóka-
staðir, og sinn ábúandi á hverri þeirra. En auk þess átti
kirkjan fjölda jarða þar um slóðir, t. d. í Fljótshlíð 4,
Hvolhreppi 2, V.-Landeyjum 6 og A.-Landeyjum 3 eða
alls 19 jarðir og ábúendur 33 að meðtöldum hjáleigu-
bændum staðarins. Má telja víst, að landsetar kirkjunnar
hafi notið góðs af skógum hennar á meðan þar var ein-
hvern anga að fá, svo að sízt þarf að furða, þó að skóg-
ar þessir hafi gengið mjög til þurrðar í upphafi átjándu
aldar.
3. Skúmsstaðir í V.-Landeyjum. Þar er alkirkja, en
jörðin bændaeign og ábúendur fimm . . . „Skógarítak er
jörðinni eignað í Næfurholtslandi, sumir segja tvö, vita
þó eigi hvar annað er, hitt er af mönnum næsta eytt, og
nær því að engu gagni.“ Tvær hjáleigur fylgja jörðinni
en eru þá í eyði (Bjarnahjáleiga í 16 ár og Snorrahjáleiga
í 9 ár) og talið að hvorug kunni „aftur að byggjast“.
Þá á kirkjan fjórar jarðir: Klasbarða eystri og vestri,
Skeggjastaði og Þúfu (sem þá er að mestu í eyði og
vandséð að hún byggist framar. En því eru þessar jarðir
tilgreindar, að eigi þykir ósennilegt að sneitt sé að land-