Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 40
38
ur hafi verið fyrsta flokks, jafnvel ekki þótt miðað sé við
það, sem gerist hér á landi. Skógarvarðstöðin lá rétt hjá,
en við kusum heldur að vera hjá kerlu, því að hún bauðst
til að sjá um mat handa okkur, en hann hefðum vi?
orðið að laga sjálfir, hefðum við búið á stöðinni. Þótti
okkur það of mikil tímatöf, úr því að hins var kostur. En
á stöðinni höfðum við bæði aðgang að bát um Kenaivatn
og bíl til að ferðast á um landið. Svo að því leyti var öllu
haganlega fyrirkomið-
Við Lawing er all einkennilegt gróðurfar, því að það
er sambland af meginlands og strandgróðri. Þar vex sitka-
greni um allt, en það nær hvergi jafn miklum þroska og
út við sjóinn, en skammt norðan við Lawing víkur það
alveg fyrir hvítgreninu. Fjallaþöllin vex hins vegar alls
staðar um skagann, og virðist það ekki hafa mikil áhrif
á hana, hvort hún er út við sjó eða inni á miðjum skaga.
Meðfram öllum vötnum og ám eru hvarvetna hávaxnar
aspir, og birki má sjá mjög víða. Aspirnar, sem þarna eru,
teljast til tveggja tegunda, og er önnur þeirra afar hrað-
vaxta og stórvaxin. Sú tegund (Po'pulus trichocarpa hast-
ata), sem stórvaxnari er, vex helzt meðfram vötnum og
er ljómandi fagurt tré og virðist all kröfuhörð, hvað jarð-
veg viðvíkur. Hin tegundin (Populus tremuloides) mun
náskyld blæöspinni. Mér virtist, sem hún mundi ekki eins
hraðvaxta og hin öspin, en hins vegar ekki jafn vandlát
með jarðveg. Aspirnar ná um 20 til 25 metra hæð á þess-
um slóðum. Þarna vex líka mjög snoturt birki (Betula
Jcenaica), en hvergi sáum við það mjög stórvaxið. Víðiteg-
undir eru þarna nokkurar, en engin þeirra, sem stendur
íslenzkum víðitegundum framar. Loks má nefna svart-
grenið (Picea mariana), en það vex eingöngu á fúamýr-
um, þar sem engum öðrum trjágróðri er fært að vaxa.
Svartgrenið er lágvaxið og hægvaxta, og viður þess er
eigi notaður til neins.
Jarðvegurinn á Kenaiskaga á þeim slóðum, sem við
■