Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 98
96
an, 2. Hvammur í Strillu, 3. Háahraunið norður af
Efra-Hvolsmosum, 4. Efri-Skyggnir, 5. Hólaskógur,
6. Langafell vestan.
13. [Oddakirkju-ítak]: — Oddagljúfur.
14. [Miðhúsa-ítak]: — Miðhúsatorfa.
15. [Víkingslækjar-ítak]: — Víkingslækjartorfa.
16. [Vallar-ítak]: — Vallarskógur.
17. [Árbæjar-ítak]: — Árbæjartorfa.
18. [Skúmsstaða-ítak]: Skúmsstaðatorfa.
[Lbs. 113. 4to.].
í skrá þessa vantar aðeins Reynifell, sem jarðabókin
telur að eigi skóg eftir tillölu í Keldnakirkjuskógi, en
Reynifell var eign kirkjunnar á Keldum og þess vegna
sleppt úr skránni. Breiðabólstaðarkirkju virðist hafa
bætzt a. m. k. eitt ítak: Staðar-Markhlíð, því að Melfell
og Melfellskrókar geta verið sama ítakið í fyrstu, en nafn-
ið færst til eftir því, sem skógurinn eyddist. Athyglisvert
er um Ás í Holtum, að í stað þess að kirkjan eða jörðin
átti fyrr „fjórðung" eða „fjórðu hverja hríslu í öllum
skógum, er Næfurholti fylgja,“ nafngreinir skráin sex
ítök, sem öll fylgja Ási og munu þau örnefni flest en
kunn.
Þá eru ítök Skálholtsstaðar, sem notuð voru af stóls-
jarða-landsetum í Rangárþingi. Ekkert þeirra er nefnt
í jarðabókinni og á þó Skálholtsstóll samkvæmt henni
36 jarðir í sýslunni og ábúendur jafnmargir1) Stólsjarð-
irnar í Landmannahreppi telur jarðabókin í þessari röð:
Árbær, Hrólfsstaðir, Lunansholt, Lækjarbotnar og fylgir
svo hljóðandi klausa: „Skóg með öðrum stólsins jörðum
til félags þar sem heita Staðarmelar, brúkandi til eldingar,
i) Skiptast jarðirnar þannig eftir hreppum: fimm í A.-Landeyjum,
tvær í V.-Landeyjum, tvær í Hvolhreppi, níu í Rangárvallahr., sjö
í Landmannahr. og níu í Holtahreppi. — Eru í þessari tölu þrjár
jarðir, sem þá eru nýfarnar í eyði, en hins vegar sleppt þremur hjá-
leigum er fylgja Háfi í Þykkvabæ.