Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Blaðsíða 86
84
eigi skógarítök í Næfurholtslandi. Til fróðleiks má geta
þess, að af þessum seytján jörðum eru sex kirkjustaðir,
á öðrum sex hafa staðið bænahús, sum aftekin fyrir æva-
löngu, önnur þá nýlega, en aðeins eitt notað.
Verður nú gerð nánari grein fyrir jörðum þessum og
skógarítökum þeirra.
1. Vatnsdalur í Fljótshlíð. þar er enn bænhús uppi-
standandi, en embættisgerð aflögð fyrir fjórtán árum.
Jörðin bændaeign og ábúendur tveir . . . „Skógarítak í
Næfurholti, sem brúkast til kolagerðar, en níðist bæði af
sandblæstri og brúkun . . .“ Vatnsdalshjáleiga er þriðj-
ungur heimajarðarinnar og ábúandi einn.
2. Breiðabólstaður. . . . „Beneficium og kirkjustaður.
Ábúandi staðarhaldarinn, síra Jón Torfason, er gerzt
hafði þar aðstoðarprestur 1686, en fékk brauðið 1708 og
hélt það síðan til 1718. . . . Þar er aðeins tekið fram, að
„ítök, sem staðurinn (kirkjan) á, greinir vísitatio bisk-
upsins 1704.“ En hún er í vísitazíubók Jóns biskups Vída-
líns og undirrituð 27. maí 1704. Er fyrst talinn sérstak-
lega „skógur, ér liggur hjá Stapa,“ og sagt, að síra Hafliði
hafi lagt hann til, og er þetta tekið upp úr eldri máldög-
um.1) Síðan kemur svolátandi viðbót um skógarítökin:
„Eftir meðkenningu2) síra Sigurðar Einarssonar, hverja
presturinn, síra Jón Torfason lagði fram, á kirkjan
1) Síra Hafliði Magnússon var prestur á Breiðabólstað 1363—
1392, að því er segir í Prestaævum. En í máldaga kirkjunnar frá
1332, er ýmislegt talið upp, sem „síra Hafliði" á að ltafa gefið henni
og þar á meðal þenna „skóg hjá Stapa“. [Fornbrs. II„ bls. 689.].
Eftir því hefir síra Hafliði komið löngu fyrr að staðnum, eða þá að
um annan síra Hafliða er að ræða, sem hafi verið þar prestur áður
og virðist það sennilegra. — Ekki er vitað, hvar þessi skógur hafi
legið. Dr. Jón þjóðskjalavörður Þorkelsson gizkar á [í nafnaskrá
V. bindis Fornbréfasafnsins], að ítak þetta hafi verið í Rauðuskrið-
um = Dímon, en talið vafasamt af kunnugum.
2) Ut á spássíu bókarinnar hefir Árni Magnússon ritað: „Sú með-
kenning stóð í bók einni, sem tilheyrir síra Jóni Torfasyni, en ei
kirkjunni."