Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 69
67
fræ var tekið hingað og þangað, en oft var skortur á því.
Ofurlítið uppeldi trjáplantna var stundað í gróðrarstöð
Ræktunarfélagsins á Akureyri um all mörg ár, en nú mun
því að mestu hætt.
Þegar áhugi manna á trjárækt óx á árunum milli 1920
og 1930 varð hendi næst að flytja inn flestar trjáplönturn-
ar, og komu þær aðallega frá Danmörku. íslenzku plönt-
urnar voru Iægri og ósjálegri, og almenningur kærði sig
ekki um þær, er hinar voru á boðstólum. En þessi trjá-
plöntuinnflutningur var mjög misráðinn, því að síðar hefir
komið í ljós, að fjöldinn allur af hinum erlenda gróðri
hefir dáið út eða kræklazt. f því sambandi nægir að minna
á skemmdir þær, sem eru víða í reyni. En flest reyni-
trén í Reykjavík, og raunar í flestum kaupstöðum lands-
ins, eru af dönskum uppruna. Nokkuð er af norskum reyni
og íslenzkum, en tala þeirra er enn langtum minni. Hefir
nú komið í ljós, að dönsku trén hafa beðið stórskemmdir
af kali og sveppi þegar illa hefir árað, en hins vegar hafa
íslenzku trén og hin norsku staðið sig furðanlega vel. Síð-
an árið 1936 hefir engin danskur reynir komið til lands-
ins, og mun það án efa rétt ráðið. Og eftir að stríðið skall
á, hefir allur reynir verið af íslenzku bergi brotinn, aðal-
lega af reynitrjánum í Múlakoti, sem eru ættuð úr
Nauthúsagili, en einnig af háa reyninum í Skaftafelli og
fáeinum öðrum, sem náðst hefir fræ af. Háir það nokkuð
reyniræktinni hér, og mun há henni enn um nokkur ár,
að stundum er fræmagnið af skornum skammti, því að
ekki er talið rétt að safna fræi nema af beztu trjánum,
og það kemur aldrei til mála að safna fræi af reyni af
handahófi, því að þá má búast við að misjafnlega kyn-
góður reynir gæti breiðzt út. En slíkt væri svik við þá,
sem keyptu þá og gróðursettu.
Á árunum 1933—1935 var svo lítil eftirspurn á innlend-
um trjáplöntum, að reiturinn á Vöglum hætti næstum að
starfa um nokkur ár, og var þá hinn litli Halloi'msstaðar-
reitur sá eini, sem plöntur voru afhentar úr, um nokk-