Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 64
62
Skóglendi girl með styrk frá Skógræki ríkisins.
Staður Girt árið Endurbœtt eða lengd Lengd í km. Landstœrð alls ha. Skóglendi ha.
Hítardalur, Hraunhr., Mýras. . 1941 7-1 200 1
Ytra-Fell, Fellsstr., Dalas.1 .... !942 !-5 10
Melur, Hraunhrepp, Mýras. ... '943 3-o 50 44
Fellsskógur, Köldukinn, S.-Þing. '944 5.0 250
Urriðaá, Álfaneshr., Mýras. .. . '944 1.6 12 12
Flróarsstaðir, Fnjóskad., S.-Þing. '945 0.6 4 4
Snorrastaðir, Jörfi o. fh, Mýras. '945 8.0 300 100
Hólmsvatnsskógur, Mýras '945 0.6 4 4
Samtals 27.4 830 340
stað. I Skarfanesi í Landsveit mun og verða góður vöxt-
ur er tímar líða.
Hins vegar eru til girt skóglendi, einkum á Vesturlandi,
sem sýna mjög lítinn árangur af friðuninni, þegar undan
er skilinn lítill nýgræðingur. Einkum virðist sem gamlir
beitarskógar eigi erfitt með að ná sér á legg, og sums stað-
ar, eins og í Munaðarnesskógi, lítur jafnvel út fyrir, að
hinar gömlu kræklur muni aldrei verða neitt hærri en þær
eru nú. Hvort þetta stafar af því, að önnur og kræklóttari
tegund birkis sé algengari um Vesturland en annars
staðar á landinu eða af því, að hið gamla og margbitna
kjarr sé svo langbitið, að það geti ekki rétt sig við, skal
ósagt látið að sinni. Lengri reynsla verður að skera úr um
þetta. í Haukadal og í Laugarvatnsskógi eru mjög litlar
framfarir sýnilegar á gamla mittis- og mannhæðarháa
kjarrinu, en hins vegar má finna snotra unga runna, sem
vaxið hafa alveg frá rót eftir friðunina, og þar sem skriða
hefir hlaupið fram í Laugarvatnsskógi, er að finna mjög
beinvaxin og snotur tré.
Sandsvæði.