Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 95
93
LÖGFESTA NÆFURHOLTS 1765.
I manntali 1762 eru þeir taldir eigendur Næfurholts:
Brynjólfur Þórðarson á Hlíðarenda og Bjarni prestur
Helgason í Skarði á Landi að einum fjórða. En Brynjólf-
ur andast þetta sama ár, og hafa þá þrír fjórðu jarðar-
innar gengið að erfð til Helgu dóttur hans, konu Sigurðar
landþingisskrifara Sigurðssonar á Hlíðarenda. Jarðarpart
síra Bjarna kaupir svo Sigurður á útmánuðum 1765.
Sama vorið, þ. e. 6. maí 1765 lögfesti svo Sigurður . . .
„alla jörðina Næfurholt [þá talin 36 hundr.] í Árverja-
hreppi innan Rangárþings, hennar töður, útslægjur, hag-
beit, skóg og allar landsnytjar, sem greindri jörðu fylgja
og fylgt hafa að fornu og nýju, að fráskildum þeim skóg-
arítökum, sem öðrum jörðum að lögum tileignast, tilgrein-
andi þessi landamerki jarðarinnar eftir umkunnugra elztu
manna undirréttingu: 1 fyrsta lagi milli Haukadals og
Næfurholts úr stóra steininum vestan í Bjólfelli, hvar N
er upp á klappað, sjónhending í Ytri-Rangá fyrir norðan
Ártorfur, síðan ræður áin inn í Ófærugil og allt inn í
Sauðafellsbotna, úr botnunum í Rauðöldur, úr þeim í
þríhyrnda klettinn í hrauninu, þaðan og í Nautaskarð
fyrir austan Bjólfell, þaðan sjónhending vestur yfir fjall-
ið og í Stórastein aftur. Fyrirbýð ég hverjum manni hér-
nefnt Næfurholtsland að ófrjálsu nytja, beita, brúka eður
yrkja svo vítt mín réttugheit til ná, án míns leyfis og
vitundar undir fullkomna landnáms og skaðabætur. Sérí-
lagi fyrirbýðst jarðarinnar eiginlega skógarplátz yrkja
og brúkun. En þeir, sem skógarítökin eiga og lengur þar
dvelja en lög gera ráð fyrir vita sína skyldu, að gjalda
ábúanda jarðarinnar sanngjarnan hagatoll undir hesta
sína . . .“ [Sig. Sig. Brbók II., 13—15.]. (Þetta sumar
var Næfurholtskirkja lögð niður með konungsbréfi 17.
maí 1765).
En Sigurður hugsar sér að búa betur um hnútana, að
því, er varðar skógarítökin í Næfurholti. Hann vill fá
úr því skorið, hversu ástatt sé um skógarítökin, hvað