Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Page 105
103
Miðhúsatorfa, 5. Víkingslækjartorfa, 6. Vallarskóg-
ur, 7. Árbæjartorfa, 8. Skúmsstaðatorfa.
Loftur Loftsson. Jón Jónsson.
Ut supra.
Nærverandi var ég Jón Jónsson.
Rétt útskrifað vitnar L. Loftsson.“ [Lbs., 113. 4to.].
Jón Jónsson, sá er viðurkennir með undirskrift sinni
að hafa verið „nærverandi", er skoðunargerðin fór fram,
var bóndi í Selsundi. Átti hann jörðina og hálft Næfur-
holt, en þar bjó þá sonur hans, Jón, sem var elztur þriggja
sona hans, sem allir báru Jóns nafnJ)
Mun þeim feðgum, Jóni í Selsundi og Jóni í Næfurholti,
hafa sárnað, hversu öllum gróðri í Næfurholti hrakaði
ár frá ári, eftir því, sem skógarítökin gengu til þurrðar
og eyddust. Hafa þeir því, eða Jón í Selsundi, snúið sér til
sýslumanns með ósk um, að hann tilnefndi menn, sem
athuguðu ítökin í því skyni, að lagt yrði síðan bann við
að höggva eða uppræta þær litlu kjarrleifar, sem enn
voru eftir. Raunar finnst ekkert í bréfabókum sýslunnar
um slíka tilnefningu varðandi ítökin. En vitnað er þar á
einum stað í bréf frá Jóni í Selsundi, ritað sýslumanni
19. marz 1840, þar sem farið er fram á, að sýslumaður til-
i) Jón í Selsundi var fædclur þar n. ágúst 1790 og voru foreldrar
hans: Jón b. s. st. (f. 1737, d. 28. nóv. 1802) Hannesson (Seljalandi í
Fljótshverfi, f. 1703) og síðari kona hans Margrét (f. 1753) Ólafsdóttir.
— Jón yngri kvæntist 26. okt. 1808 Guðrúnu (f. 1776) Ófeigsdóttur
frá Hamarsheiði, (hann þá i8 ára en hún 32 ára); reistu þau bú í
Litla-Selsundi næsta vor, og eru þar fæddir elztu synir þeirra tveir:
1. Jón f. 27. maí 1810; gerðist bóndi í Næfurholti vorið 1826 (16
ára gamall), er Jón Brandsson fluttist þaðan, og kvæntist vorið
eftir, (3. maí 1827), bústýru sinni, Unu (f. 1798) Halldórsdóttur
b. á Leirubakka (f. 1738) Auðunssonar.
2. Jón annar f. 11. ágúst 1811, síðar bóndi á Árbæ í Keldnasókn.
3- Ofeigur, f. 10. marz 1814 í Selsundi. Drukknaði í Ytri-Rangá
14. nóv. 1843; hafði þá búið á Leirubakka á annað ár, ókv.
4. Jón þriðji, f. 11. ágúst 1819, er síðar bjó í Selsundi.