Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1946, Qupperneq 114
112
ur eldrás, sem stefndi fram milli Heklu og Melfells og
náði fram á móts við fellið ... 18. okt. braut eldflóðið
nýja rás í útsuður af öxlinni á fjallinu og stefndi hún á
Selsund. Runnu þá þrjár eldrásir úr gjánni, sem var
vestan í Heklu, og næsta dag, 19. okt., huldi eldhraunið
allt undirlendi umhverfis Melfell, allt norður á móts við
háu ölduna útnorður af Heklu, yfir allt svæðið millum
Melfells og Markhlíðar, og náði fram undir hnúkana
norður af Bjúlfelli. . . .
Síðari hluta nóvembermánaðar var alt flutt frá Næfur-
holti, sem flytja mátti, jafnvel brotin ofan húsin og við-
irnir fluttir á óhultan stað. Þorðu menn eigi annað, því að
hraunið var þá nærri komið niður að gili því, sem liggur
sunnan undir túninu . . . [enda fyllti hraunið bæjarlæk-
inn og tók af vatnsbólið.] . . . Gosið stóð í sjö mánuði, eða
fram til 6. apríl 1846; eftir það urðu menn hvorki varir
við eld né ösku. . . .
— Jón bóndi í Næfurholti flýði með fólk sitt og fénað
fram að Hálsi, sem þá var í eyði, hafði annars verið í
byggð frá 1830—1843. Var Háls þá gerður að heimajörð,
húsað þar að nýju og heitir þar síðan Næfurholt. — En
þar sem bærinn hafði áður staðið er jafnan nefnt Gamla-
Næfurholt, og blasir þar enn við nokkuð af túninu.
Hér verður þá látið staðar numið að sinni. En niðurlag greinar-
innar kemur í næsta Ársriti. E. E. S.
Athugasemd varðandi uppdráttinn á bls 95.
Á uppdrættinum má nokkurn veginn glöggva sig á ýmsum þeim
iirnefnum. sem nefnd eru í greininni. Nyrstur er Glerhaus, vestur af
honum við Ytri-Rangá, Vatnsdalsskógur, Hofstorfa litlu framar, þá
Mýrkviði, Lambatangi og Heimaskógur, austur af lionum Markhlið
og suður af henni Melfell. En vestur af Melfelli, fram af Heimaskógi
er Gamla-Ncefurholt, og Hraunteigur þar í suðvestur í tungu á milli
ETraunteigslækjar og Ytri-Rangár. Skammt i norður frá Nœfurholts-
bœnum má greina Þórunnarhálsa, Langafell og Hólaskóg. En Odda-
gljúfur liggur drjúgan spöl austur af Bjólfelli.