Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 7

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 7
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 5 og vistfræði á öndverðri sl. öld. Það má því segja að hún hafi frá blautu barnsbeini kynnst málefnum skógræktar og gróður- verndar. Hulda ólst einnig upp á miklu menningarheimili en móðir hennar, Kristín Jónsdóttir listmálari, var ein fárra kvenna á þeim tíma sem hafði lagt stund á málaralist en það gerði hún á sama tíma og eiginmaður hennar stundaði búfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hulda lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1945 og ári síðar Hulda Valtýsdóttir kynntist ung skógræktar- starfi á Íslandi en faðir hennar, Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var formaður Skógræktarfélags Íslands árin 1940-1961. Ólst Hulda upp við skógræktar- og gróðurbótaumræðu á æskuheimilinu en Valtýr var einnig helsti stuðningsmaður og samherji Hákonar Bjarnasonar skógræktar- stjóra um miðja síðustu öld. Þá má einnig geta þess að afi Huldu, Stefán Stefánsson grasafræðingur og skólastjóri, var einn fremsti vísindamaður á sviði grasafræði minning Hulda Steinunn Valtýsdóttir 29. september 1925 – 6. maí 2018 Við upphaf Landgræðsluskóga 10. maí árið 1990 í Smalaholti, Garðabæ. Hulda og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri hjálpast að við gróðursetningu. Hulda og Sigurður voru miklir vinir.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.