Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 8

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 8
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20196 giftist hún Gunnari Hanssyni arkitekt og eignuðust þau þrjár dætur. Á námsárum Gunnars í Kaupmanna- höfn og Þrándheimi hóf Hulda að vinna að þýðingum, einkum á efni fyrir börn á öllum aldri, m.a. sögurnar um Bangsímon eftir A.A. Milne en í Noregi kynntist hún síðar verkum Torbjörn Egener og þýddi m.a. Dýrin í Hálsaskógi, Karíus og Baktus og Kardemommubæinn. Þessi verk hafa síðan lifað með þjóðinni bæði í bókum og sem leikhúsverk í ýmsum uppfærslum. Einnig vann Hulda að gerð útvarpsefnis með systur sinni Helgu um árabil en Barnatímar þeirra í Ríkisútvarpinu nutu mikilla vinsælda. Lengst af starfaði Hulda hins vegar við blaðamennsku á Morgunblaðinu. Frá 1989 til 2005 sat Hulda í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og var varaformaður stjórnar árin 1989 til 1995. Hulda sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1982 til 1986 og var varaborgarfulltrúi 1986 til 1990. Hún var formaður umhverfismálaráðs og fyrsti formaður menningarmálanefndar Reykja- víkur. Svipmynd af stjórnarfundi árið 1993 en þá var skrifstofa Skógræktarfélag Íslands á Ránargötu 18. Á myndinni eru auk Huldu f.v. Björn Árnason og Sveinbjörn Dagfinnsson.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.