Skógræktarritið - 15.10.2019, Qupperneq 9

Skógræktarritið - 15.10.2019, Qupperneq 9
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 7 Þegar undirritaður kom til starfa í þágu Skógræktarfélags Íslands var Hulda formaður og margt skemmtilegt á döfinni. Samstarf okkar og samvinna efldist með hverju árinu sem leið. Hulda var varkár þegar kom að stærri ákvörðunum og ráðfærði sig gjarnan við nána samstarfs- menn. Segja má að málstaður skógræktar- hreyfingarinnar á Íslandi hafi verið henni metnaður og kappsmál. Hún lagði mikla vinnu og tíma í að vinna að framgangi þessara mála. Þess má geta að hún nýtti sér óspart ítök á Morgunblaðinu til framdráttar skógrækt og er rétt að nefna í því sambandi að á annan áratug var gefinn út sérstakur kálfur í Morgunblaðinu, allt að 16 síður, á sumardaginn fyrsta þar sem fjallað var eingöngu um málefni skógræktar. Þannig stuðlaði Hulda að því að opna augu fólks fyrir því að hægt væri að rækta skóga á Íslandi en hún ólst upp við það á sínum ungdómsárum að vantrú Með öflugt bakland í farteskinu tók hún því að sér ábyrgðarstörf fyrir skógræktar- hreyfinguna. Hulda var kosin í varastjórn Skógræktar- félags Íslands 1972 og sat þar í átta ár. Hún kynntist hugsjónafólki sem starfaði í aðildarfélögunum og heillaðist af því óeigingjarna starfi sem unnið var um allt land. Hún notaði þennan tíma til að læra, hlusta og kynna sér starfsemi skógræktar- hreyfingarinnar. Hulda var fyrsta konan sem gegndi starfi formanns Skógræktarfélags Íslands. Hún var formaður í 18 ár, frá 1981 til 1999. Hún var jafnframt formaður Framkvæmdanefndar um Landgræðslu- skógaátakið og sat í stjórn Landgræðslu- sjóðs árin 1990-1996. Hún átti sæti í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá og sinnti fleiri verkefnum á þessu sviði. Hulda var gerð að heiðursfélaga Skógræktarfélags Reykjavíkur árið 1998. Hulda ásamt mætum konum, f.h. er Ólafía Jónsdóttir velgerðarkona félagsins en hún arfleiddi ásamt eiginmanni sínum félagið að öllum eignum þeirra hjóna. Næst henni er Guðrún Bjarnason, heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands og eiginkona Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra og lengst til vinstri er Gyða Bergþórsdóttir, eiginkona Guðmundur Þorsteinssonar frá Efri-Hrepp, sem var lengi formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Þau hjónin voru lengi vel fastagestir á öllum skógræktarsamkomum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.