Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 15
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 13
(brjóstmál) er 23,7 cm að meðaltali.
Árhringir (með kjarnabor) reyndust 41 +
4 = 45 ár. Því er áætlað gróðursetningarár
1975 með skekkju upp á 2 – 3 ár. Reiknað
bolrúmmál út frá þvermáli og hæð er 250
lítrar (23,7 cm þvermál (þvermál 1,30 m),
hæð 12,20 m). Hnit trésins er: 64.06.59 N
– 21.500.00.
Trjárækt hófst í Elliðaárdal um svipað
leyti og gamla rafstöðin var reist upp úr
1920. Trjárækt í Elliðaárhólma hófst
hins vegar árið 1951 eftir að Steingrímur
Jónsson, þáverandi rafmagnsstjóri, hafði
lagt fram kostnaðaráætlun um uppsetn-
ingu girðingar í Elliðaárhólma árið 1950
með það í huga að verja þann gróður sem
innan girðingar yrði. Kostnaðaráætlunin
var samþykkt í bæjarráði og þá var hafist
handa við uppsetningu girðingar um
haustið 1950.
Skógræktarfélag Íslands útnefndi Tré ársins
þann 14. október fyrir árið 2019. Er það
rauðgreni (Picea abies), kvæmi að öllum
líkindum Löten N sem stendur í Elliðaár-
hólma og var tréð gróðursett kringum 1975.
Er þetta í fyrsta sinn sem rauðgreni er útnefnt
Tré ársins. Við athöfnina fluttu Jónatan
Garðarsson, formaður Skógræktarfélags
Íslands, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
ávarp, auk þess sem Dagur tók við viðurkenn-
ingaskjali. Einnig afhjúpaði Hafberg Þórisson
frá Lambhaga skjöld sem markar tréð, en
Lambhagi er styrktaraðili Trés ársins. Einnig
flutti Lára Rúnarsdóttir tónlist og Orkuveitan
bauð upp á kaffi og kruðerí.
Mælingar sem gerðar voru á trénu
þann 1. nóvember 2019, sem Ólafur G.E.
Sæmundsen skógfræðingur framkvæmdi,
sýna að tréð mældist 12,20 metrar með
stangarmælingu. Bolþvermál í 1,30 m
Tré ársins 2019:
Rauðgreni (Picea abies) í Elliðaárhólma Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur við viðurkenningaskjali úr hendi Jónatans Garðarssonar, formanns Skóg-
ræktarfélags Íslands. Mynd: RF