Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 16

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 16
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201914 Úr skógræktarferð Rafmagnsveitufólks í Elliðaárhólma 1951. Í baksýn sést Bústaðaholt. Gróðurfar bæði í hólmanum og í byggðinni sem nú er komin í holtið hefur tekið miklum breytingum. Mynd: OR/Ögmundur Sigurðsson Starfsfólk Rafmagnsveitunnar við gróðursetningu í Elliðaárhólma árið 1951. Þarna er nú vaxinn upp hinn fallegasti skógur, sem vinsæll er til útivistar. Mynd: OR/ Ögmundur Sigurðsson Safnast saman við tréð í upphafi athafnar. Eins og sjá má stendur tréð inni í hinum vöxtulegasta skógi og er gaman að bera það saman við gróðurfarið í hólmanum þegar hafist var handa við gróðursetningu árið 1951, eins og sést á myndum Ögmundar Sigurðssonar. Mynd: RF Eins og fyrr segir þá var byrjað að gróðursetja í hólmann 1951, var það á 30 ára afmæli Rafmagnsveitunnar þann 27. júní. Starfsfólk Rafmagnsveitunnar tók til hendinni og gróðursettu 3.000 plöntur, sem ekki hefur verið auðvelt í þessu hraunlandi, svo þetta hefur verið mikið þrekvirki af hálfu starfsmanna. Ekki er hallað á

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.