Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 55

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 55
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 53 á félaga sinn, Oscar Schwendtner, sem rekur lítið ráðgjafafyrirtæki sem aðallega vinnur að skógræktarúttektum, skýrslu- gerð og þjónar mest opinberum aðilum. Segja má að við höfum verið stálheppin að fá Oscar en hann reyndist vera eldhugi í að miðla fróðleik um skóga og náttúru. Þá tók að sér fararstjórn þaulvanur fararstjóri og leiðsögumaður, Þórarinn Sigurbergsson. Þórarinn er tónlistarkennari og lærði klassískan gítarleik á Spáni fyrir margt löngu og er einn þriggja gítarleikara sem skipa hljómsveitin „Hið íslenska gítar Tríó“. Alls tóku þátt í ferðinni 50 manns, allt félagsmenn í aðildarfélögum Skógræktarfélags Íslands, en Ferðaþjón- usta bænda tók að sér umsýslu og bókun flugs, hótela og ferða og leysti verkið með ágætum. Oft á tíðum er ekki einfalt mál að stilla strengi á stöðum sem teljast kannski ekki hefðbundin túristasvæði en aftur á móti er sá tími sem Skógræktarfélagið hefur valið að tímasetja þessar ferðir á þeim árstíma sem hin hefðbundni túrismi er í lágmarki þannig að yfirleitt tekst að finna viðunandi gistingu sem allir sætta sig við. 17. október – Haldið til Spánar Brottför okkar bar upp á 17. október en í viðræðum okkar Juan Manuel Rubiales taldi hann þetta hentugan tíma. Búast mætti við fallegum haustlitum og hitastig þægilegt. Flogið var með WOW sáluga um miðjan dag að íslenskum tíma og lent í Barcelona um kl. 21 að þarlendum tíma. Eina verkefni sem lá fyrir var að komast á hótel, Hotel Novotel Barcelona San Joan Despí, í útjaðri borgarinnar. Það gekk eftir en því miður urðu nokkrir farþegar fyrir því að töskur skiluðu sér ekki og ein hjón voru svo ólánsöm að fá ekki töskur sínar fyrr en í lok ferðar. Að öðru leyti gekk þessi fyrsti leggur áfallalaust fyrir sig og lögðust menn til hvílu um miðnætti í höfuðborg Katalóníu. Spánn er eitt af stærri löndum í Evrópu, rúmlega 500 þúsund ferkílómetrar að flatar- máli eða fimm sinnum stærra en Ísland og þar búa nú 45 milljónir íbúa. Stærstu borgirnar eru Madríd og Barcelona þar sem við sváfum úr okkur flugþreytuna en þangað komum við aftur eftir þrjá daga og dvöldum þá og skoðuðum borgina betur. Útsýni yfir sveitir í nágrenni við Montserrat. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.