Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 59

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 59
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 57 Þegar komið var í þorpið Isaba sem umgirt er af fjöllum á allar hendur hófst akstur upp brattar hlíðar og reyndi nú fyrst af alvöru á bílstjórann sem þræddi örmjó einstígi. Hann leysti hverja þrautina á fætur annarri og ók eins og engill. Við áðum á góðum stað, litlum veitingastað í um 1600 m hæð og snæddum þar sem gott útsýni er yfir dalinn, sem við þræddum síðasta klukkutímann. Við vorum heppin með veðrið, bjart en sólarlaust. Á þessum slóðum er það beykiskógur sem ríkir en innan um og á stangli má sjá evrópuþin (Abies alba) og blæaspir (Populus tremula). Sérstakt var að sjá að sums staðar myndar beykið skógarmörk og vex allt upp í og yfir 2000 metra hæð en það hefur maður ekki séð áður. Kannski eru það hin hafrænu áhrif frá Atlantshafinu sem því valda en í Ölpunum vex beykið sjaldan ofar en 1500 – 1600 metra og myndar sjaldan skógarmörk. Á þessum árstíma og í þessari Hrörnar þöll… Hér fá feyskin tré að standa og eru m.a. mikilvæg fyrir fugla sem byggja þar hreiður. Mynd: BJ keðjusagarjakki keðjusagarregnstakkur keðjusagarbuxur keðjusagarregnbuxur keðjusagarskór Verð kr 18.251 m. vsk Verð kr 10.719 m. vsk Verð kr 22.304 m. vsk Verð kr 10.719 m. vsk Verð kr 44.881 m. vsk keðjusagarstígvél Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Verð kr 20.435 m. vsk

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.