Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 67
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 65
þjóðanna. Höfuðarkitekt byggingarinnar
er Antoni Gaudi (1852-1926) en hann á
einnig fjöldann allan af öðrum byggingum
í Barcelona; húsin Casa Battló, Casa Milá
og garðinn Güell sem eru mjög lýsandi fyrir
hans handbragð.
Að lokinni skoðunarferð var frjáls tími.
Þórarinn fararstjóri leiðbeindi þeim sem
þess óskuðu um nánari upplýsingar og
hvað eftirsóknarvert gæti verið fyrir hvern
og einn. Um kvöldið var svo sameiginlegur
hátíðarkvöldverður á góðum veitingastað í
göngufæri frá hótelinu þar sem gert var vel
í mat og drykk.
fallegasta útsýnið yfir Barcelona. Hæðin
er miðlæg í borginni og rís 180 metra yfir
umhverfið en frá fornu fari var hæðin
tilvalin til varna fjendum enda trónir
kastali frá 17. öld efst en í hlíðarfætinum
er einnig að finna opinberar byggingar
eins og Þjóðminjasafn Katalóníu og lítinn
grasagarð. Gott útsýni var yfir hafnar-
mannvirki borgarinnar, miðbæ Barcelona
og fjær og sunnar sást til alþjóðaflug-
vallarins sem er byggður á óshólmum
árinnar Llobregat.
Eftir spássitúr um hlíðar Montjuïc var
haldið að einu helsta tákni borgarinnar en
það er kirkjan La Sagrada Familia. Hafist
var handa við byggingu hennar árið 1882
og stendur bygging hennar enn yfir, en
áætlað er að þessu verki ljúki fyrir 2030,
ef allt gengur eftir. Kirkjubygging þessi er
með miklum ólíkindum, ekki bara vegna
stærðar og umfangs, heldur hverskonar
skreytinga, tilvísana, trúartákna og
helgimynda. Byggingarstíllinn mun vera
blanda af háklassískum gotneskum stíl og
skreytistíl Art Nouveau. Byggingin er nú
þegar komin á Heimsminjaskrá Sameinuðu
Kennslustund í ræktun vínviðar á búgarðinn Heredad Segura Viudas. Mynd: BJ
Eikarámur fullar af guðaveigum. Mynd: BJ