Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 72

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201970 Föstudagur 30. ágúst Fundurinn hófst að venju á föstudags- morgni á því að formaður Skógræktar- félags Íslands, Jónatan Garðarsson, setti fundinn. Færði hann Skógræktarfélagi Kópavogs árnaðaróskir í tilefni 50 ára afmælisins og bar fundinum kveðju Vigdísar Finnbogadóttur, sem komst ekki á fundinn. Minntist Jónatan látinna félaga úr skógræktarhreyfingunni og fór stuttlega yfir helstu verkefni félagsins frá síðasta aðalfundi. Næstur upp í pontu var Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktar- félags Kópavogs og bauð hann fundargesti velkomna. Í ávarpi sínu kom Kristinn 84. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn í Kópavogi dagana 30. ágúst til 1. september og var Skógræktarfélag Kópavogs gestgjafi fundarins að þessu sinni, en það fagnaði 50 ára afmæli á árinu. Góð mæting var á fundinn, en alls mættu um 160 manns til fundar. Var fundurinn haldinn í Fagralundi í Fossvogsdal. Fundarstjórar voru Óskar Guðmundsson, Skógræktarfélagi Borgar- fjarðar og Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, en fundarritarar voru Reynir Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Skilmannahrepps og Guðríður Helgadóttir, Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2019 Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setur aðalfund félagsins. Mynd: RF

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.