Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 76

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201974 gestir smá rigningu ekki letja sig frá því að njóta ferðarinnar, enda ræktunarfólk vel meðvitað um gildi vökvunar! Á laugardagskvöldinu var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Menntaskól- anum í Kópavogi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, flutti ávarp og að því loknu tók við hátíðardagskrá í umsjón Skógræktar- félags Kópavogs. Var þremur félögum í Skógræktarfélagi Kópavogs veittar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu skógræktar, þeim Þorsteini Sigmundssyni, Pétri Karli Sigurbjörnssyni og Friðriki Baldurssyni. Einnig voru þau Þorvaldur S. Þorvaldsson og Elísabet Kristjánsdóttir gerð að heiðursfélögum Skógræktarfélags Íslands. Sunnudagur 1. september Á dagskrá sunnudags voru hefðbundin aðalfundarstörf. Byrjað var á að bera Traustason, landfræðingur hjá Skógrækt- inni, Avenza Maps appið, en það er smáforrit fyrir síma sem nota má til að kortleggja gróðursetningar. Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, fór svo yfir starf Skógræktar- félags Kópavogs í hálfa öld. Orri Freyr Finnbogason arboristi kynnti svo starf arborista, sem er alþjóðlegt heiti yfir þá sem klifra upp í tré til umhirðu eða fellingar trjáa, og sýndi fundargestum þann búnað sem unnið er með. Að lokum sagði Friðrik Baldursson stuttlega frá fyrirhugaðri vettvangsferð dagsins. Að loknum hádegisverði var gengið eftir Fossvogsdalnum að trjásafninu í Meltungu. Var fundargestum skipt í hópa og gengið um trjásafnið undir leiðsögn, en þar má m.a. finna rósagarð, svokallaðan yndisgarð og hinar fjölbreyttustu trjá- og runnategundir. Skoðunarferðinni lauk svo með hressingu í trjásafninu og létu fundar- Duglegir krakkar úr Kópavogi að lokinni gróðursetningu á reynitrjám í Guðmundarlundi, ásamt Bernhard Jóhannes- syni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Kristni H. Þorsteinssyni, formanni Skógræktarfélags Kópavogs. Mynd: SA

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.