Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 79

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 79
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 77 september 2019, hvetur Skógræktar- félag Íslands og umhverfis- og auðlinda- ráðuneyti til þess að framleiðsla á skógarplöntum taki mið af þeim markmiðum að (1) binda eigi kolefni með sem skilvirkustum hætti og (2) að skógar verði í framtíðinni tegunda- fjölbreyttir. Skógræktarfélögin eru í fararbroddi loftslagsverndar og einn helsti framkvæmdaraðili við bindingu koltví- sýrings (CO2) í landinu. Fjármunir og sjálfboðavinna félaganna svo og opinbert fé eru takmarkandi þættir við bindinguna þ.e. hvað hægt er að græða upp mikið af nýjum skógum. Því skiptir verulegu máli hvernig þeim fjármunum er varið. Kosningar Páll Ingþór Kristinsson, Skógræktar- félagi A-Húnvetninga og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Skógræktarfélagi Reykja- víkur, áttu að ganga úr stjórn og gáfu báðir kost á sér áfram. Engar aðrar tillögur um fulltrúa komu fram svo þeir Páll og Aðalsteinn voru kosnir með allsherjar lófataki. Í varastjórn voru kosin Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktar- félagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfells- bæjar. Í stjórn Landgræðslusjóðs var kosin Lydía Rafnsdóttir, Skógræktar- og landgræðslufélaginu undir Jökli og Jens B. Baldursson, Skógræktarfélagi Akraness, til vara. Halldór Halldórsson, Skógræktar- félagi Reykjavíkur, og Árni Þórólfsson, Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, voru endurkjörnir einróma sem félagslegir skoðunarmenn og Kjartan Ólafsson, Skógræktarfélagi Árnesinga og Hannes Siggason, Skógræktarfélagi Kópavogs, til vara. Vistvænar jólaskreytingar R E Y KJ AVÍKURPRÓFASTSD Æ M A KIRKJUGARÐAR Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma Kirkjugarðarnir leggja áherslu á að jólaskreytingar á leiðum séu alfarið gerðar úr lífrænum efnum. Eftir áramót er slíkum skreytingum fargað með vistvænum hætti í jarðgerð Kirkjugarðanna. Sjá nánar á www.kirkjugardar.is i t j l ti

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.