Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 80

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 80
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201978 Síðast tók til máls Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Þakkaði hann öllum þeim sem erindi fluttu fyrir fróðleg erindi, Skógræktar- félagi Kópavogs fyrir gott skipulag og góða dagskrá og fundargestum fyrir þátttökuna. Voru starfsmönnum fundarins – fundarstjórum, riturum o.s.frv. – færðar trjáplöntur að gjöf sem þakkir fyrir þeirra störf, auk þess sem Skógræktarfélagi Kópavogs voru gefnar plöntur. Að því loknu sleit hann fundi. Höfundur: RAGNHILDUR FREYSTEINSDÓTTIR Lok fundar Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, steig upp í pontu og þakkaði fundargestum fyrir samveruna á fundinum, samstarfsfólki sínu í stjórn og framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs fyrir þeirra miklu vinnu við undirbúning og framkvæmd fundarins, Kópavogsbæ og þá sérstaklega Friðrik Baldurssyni fyrir gott samstarf í gegnum tíðina. Næstur upp í pontu var Björn Traustason, formaður Skógræktar- félags Mosfellsbæjar, og bauð hann til aðalfundar Skógræktarfélags Íslands í Mosfellsbæ árið 2020, sem haldinn yrði dagana 4. – 6. september. Á hátíðarkvöldverði á laugardegi voru tveir nýir heiðursfélagar Skógræktarfélags Íslands útnefndir, þau Elísabet Kristjánsdóttir og Þorvaldur S. Þorvaldsson, og tóku þau við gullmerki félagsins því til staðfestingar úr hendi umhverfis- og auðlindaráðherra. F.v. Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, hinir nýju heiðursfélagar, Elísabet Kristjánsdóttir og Þorvaldur S. Þorvaldsson, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Mynd: RF

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.