Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 84

Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 84
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201982 landbúnaðarins. Þetta mál kom síðan til kasta Búnaðarþings og fékk þar jákvæðar viðtökur. Það merkilega er að þetta er árum áður en skógrækt fer að vaxa verulega fiskur um hrygg sem sérstök búgrein meðal bænda og annarra landeigenda á Íslandi. Mundi var afar glaðsinna maður og kom auðveldlega auga á spaugilegar hliðar mannlífsins. Því til sannindamerkis nefni ég hér eitt atvik af mörgum. Það var á aðalfundi Skógræktarfélags Borgarfjarðar 1989 að undirritaður var fundarstjóri og Ragnar heitinn Olgeirsson var þá formaður félagsins frá 1988 og áður gjaldkeri þess í nokkur ár. Mundi var gjaldkeri frá aðalfundi 1988 en vildi eðlilega að Ragnar læsi reikninga þá sem hann hafði fært og bar ábyrgð á. Í þessu samhengi segir Mundi sposkur á svip að Ragnar sé tvöfaldur, „hann er sko tvöfaldur hann Ragnar“ í þeirri merkingu auðvitað að Ragnar gegndi þarna tvöföldu hlutverki. Seinna á fundinum gaukar Bjarni Valtýr Guðjónsson frá Svarfhóli á Mýrum, skáld gott, bréfmiða upp á fundarstjóraborðið með eftirfarandi vísu: Guðmundar hreyfði sér hugmynda forðinn í hreinleika og ró. Orðafars listar hans leiftraði korðinn, hann lítt undan dró. En telja að Ragnar sé tvöfaldur orðinn, er tæplega nóg. Ég las vísuna fyrir fundarmenn og Ragnar rak þá upp einn af sínum alkunnu hrossahlátrum og hafði gaman af. Fundarritarinn, skáldið og allsherjargoðinn Sveinbjörn Beinteinsson á Draghálsi, hló í skeggið og Mundi kímdi. Það væri hægt að halda lengi áfram í upprifjunum á skemmtilegum atvikum frá þessum árum, en rúmsins vegna skal hér staðar numið. Eitt vil ég nefna sem einkenndi Munda og Gyðu, en það er hve dugleg þau voru að sækja hinar margvíslegu samkomur innan formannssæti í Skógræktarfélaginu og starf þess var þróttmikið þau ár sem hann stýrði því. Það er af mörgu að taka í þeim efnum og fátt eitt skal dregið fram í þessari grein, en nefna vil ég þó að Guðmundur var mjög duglegur að afla fjár fyrir félagið, sem eðli máls samkvæmt er ein af undirstöðum öflugs starfs. Ég sagði stundum við Munda í gamni að hann aflaði en ég eyddi. Mundi beitti sér fyrir endurskoðun samninga milli félagsins og landeigenda sex skógarreita félagsins og lögformlegum frágangi þeirra þar sem þörf var á. Sérstakt átak var gert í viðhaldi girðinga og virkjaði hann menn úr næsta nágrenni skógarreitanna í því sambandi. Daníelslundur við Svignaskarð, megin stolt Skógræktarfélags Borgar- fjarðar, fékk verulega „andlitslyftingu“ á þessum árum, með grisjunum, stígagerðum og bættu aðgengi fyrir félagsmenn og vegfarendur með það fyrir augum að hann nýttist sem bezt til útivistar. Daníelslundur var fyrsta svæðið á landinu, sem var opnað sem „Opinn skógur“, átaksverkefni Skógræktarfélags Íslands og héraðsskóg- ræktarfélaganna, með stuðningi nokkurra fyrirtækja, um opnun skóga sem útivistar- svæða fyrir almenning. Guðmundur var sérlega áhugasamur um þetta verkefni og alla tíð lagði hann sérstaka alúð við Daníelslund. Mér er í minni þá hann með rökfestu og fylgni gat sannfært stjórn- endur Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi um nauðsyn þess og ágæti að gera rúmgott bílastæði við Daníelslund til hagsbóta vegfarendum sem nota vildu skóginn sem áningarstað. Ferðir hans voru margar á skrifstofu Vegagerðarinnar þessu samfara. Í mörg ár sá hann um eftirlit og hreinsun á rusli í Daníelslundi yfir sumarmánuðina. Það lýsir framsýni Munda að árið 1983 flytur hann tillögu á aðalfundi Skógræktar- félags Borgarfjarðar sem beint var til Skógræktarfélags Íslands, og aðalfundur þess samþykkti, um að réttarstaða skógræktar sem búgreinar yrði skoðuð með hliðsjón af stöðu annarra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.