Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 9
lieiiiaðir, að kingaÖ dragist liugurinn jafnan, til þess and-
lega arinelds, er vér væntum að hér takist að tendra og
viðhalda.
Megi þér gestir vorir finna hér svo sterkan yl listrænna
verðmæta, að þér hugsið til Þjóðleikhússins með sama hlý-
hug og þér, að lokinni dagsins önn, hugsið til kvöldstundar
heima á notalegu heimili yðar.
Með þeirri ósk, að leikhúsinu takist að skapa slíkt hug-
arfar, býð ég yður öll velkomin í Þjóðleikhúsið.
Formaður Þjóðleikhúsráðs, Vilhj. Þ. Gíslason:
í dag, þegar Þjóðleikhúsið er opnað, verður að veruleika
draumur margra og langra ára. Leiklist hefur að vísu verið
stunduð lengi í landinu og oft vel, og skal nú minnzt með
þakklæti þeirra, sem héklu henni uppi. En Þjóðleikhúsið
er nýr merkisteinn, tákn þess, að þjóðfélagið og stjórnar-
völdin hafa viðurkennt réttmæti og nauðsyn leiklistarinnar
til jafns við aðrar menntir. Þjóðleikhúsið stendur héðan af
samsíða Háskóla og bókhlöðu, Þjóðminja- og listasafni og
vísindastofnunum landsins. Þetta er sá nýi veruleiki. Hann
þarf að efla af trú og hagsýni. En þrátt fyrir sigur þessa
veruleika, á draumurinn að fá að lifa líka í Þjóðleikhúsinu,
draumurinn um vaxandi list og aukin áhrif hennar í dag-
legu lífi ekki síður en á hátíðum. Það er von okkar allra,
að veruleiki Þjóðleilchússins verði æ hagsælli og stærvi,
draumur þess fegurri og hærri.