Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 24
felld leikstarfsemi í Reykjavík á „föstu leiksviði“ eins og menn
höfðu lengi þráð og brautryðjandinn, Sigurður Guðmundsson
málari, hafði séð í anda. Það varð nú að veruleika í Iðnaðar-
mannahúsinu, sem var reist af stórhug og myndarskap. Fyrsti
leiðbeinandi Leikfélagsins var kosinn Þorsteinn Gíslason og
hafði hann áður unnið nokkuð að þessum málum og gerði síðan,
en aðalleiðbeinendur næstu ára urðu Indriði Einarsson og Ein-
ar II. Kvaran, og unnu þar lengi mikið starf, sem leiðbeinend-
ur og leikritaskáld. Margir aðrir áhugamenn hafa gegnt leið-
beinandastarfi hjá Leikfélaginu, meðal þeirra nokkrir erlendir
gestir.
A sviðinu í Iðnó léku ýmsir ágætir leikendur, sumir afburða
listamenn, og er saga þeirra áður rakin. Þarna voru flutt leik-
rit eftir ýmsa öndvegishöfunda margra þjóða, frá Shakespeare,
Moliére og Schiller til Hauptmann og Bernard Shaw frá Hol-
berg til Strindberg, Björnson og Ibsen. Hver á fætur öðrum
af þekktustu höfundum síðustu tíma hafa einnig átt ein-
hver sýnishorn verka sinna á íslenzku leiksviði og á síðustu
árum í útvarpi. Leikfélag Reykjavíkur eitt hefur flutt 215 leik-
rit í um 2900 skipti. Af þeim hafa 38 verið íslenzk eftir 20 höf-
unda. Oftast hefur Æfintýri á gönguför verið leikið, eða 114
sinnum, þá Gullna hliðið, 105 sinnum, og Fjalla-Eyvindur, 100
sinnum. Af erlendu Ieikritunum hafa flest verið ensk, þá dönsk,
norsk, þýzk og frönsk. Út um land hefur einnig verið leikið
mikið. En starfsemi Leikfélagsins í Iðnó hefur helzt lagt grund-
völl starfseminnar í Þjóðleikhúsinu.
Leiklist liðins tíma hefur, í blíðu og stríðu, í ófullkomleika
sínum og sigrum, verið sá jarðvegur, sem Þjóðleikhúsið hefur
gróið úr. Það sama fjör og sá sami áhugi, sem þar hefur verið að
verki, á væntanlega eftir að skapa Þjóðleikhúsinu langa og
fagra framtíð og heillavænleg áhrif á leiklist, bókmenntir og
tungu, ekki aðeins í höfuðstaðnum heldur út um allt land.
V. Þ. G.
[ 22 ]