Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Qupperneq 15

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Qupperneq 15
norrænna höfunda, sem liæst bar, Ibsens, Björnsons og Strind- bergs. Þegar eg minnist nú þessa frumsýningarkvölds í Dagmarleik- húsinu, koma mér ósjálfrátt í hug ljóðlínur Matthíasar: — vafin er Verðandi reyk; lítið sjáum aftur, en ekki fram. Það er undarlega erfitt að sjá atburði líðandi stundar í rétt- um hlutföllum við atburði fortíðarinnar, hvað þá að skyggnast inn í framtíðina. Þess vegna greina menn í nærsýni sinni Iöng- um svo lítt milli þess, sem stórt er og smátt, um leið og það er að gerast. Fjalla-Eyvindur, og þó eindregnast þessi sýning, markaði í raun og veru miklu meiri tímamót í sögu íslenzkra bókmennta en höfundinum sjálfum eða nokkurum vina hans og aðdáenda var þá Ijóst. Við Islendingarnir vissum vel, að þjóðin átti ýmis stórbrotin skáldrit frá síðari öldum, einkan- lega í bundnu máli, við gátum lineyklazt á því og harmað það, hversu ókunn þau voru erlendis og ókleift var að þýða sumt hið bezta á aðrar tungur. En beizkur sannleikurinn var sá, að fæst af því hafði verið reynt að þýða og það litla, sem þýtt hafði verið, hafði ekki vakið neina athygli, sem var umtalsverð. Með Fjalla-Eyvindi tylltu islenzkar bókmenntir frá síðustu sex öldum (þ. e. yngri en fornritin) í fyrsta sinn tá í lifandi bók- menntum umheimsins. Að vísu hafði Jóhann orðið að vinna þá gæfuraun til sigursins að skrifa bókina sjálfur á útlendu máli og eiga ekki undir öðrum að snara henni eða koma á fram- færi. En engum blandaðist samt hugur um, að allt var íslenzkt, efnið, andinn og höfundurinn. Þótt liver maður verði að vega með sínum vopnum, var orðið nokkuð annað að vera íslenzkur rithöfundur, eftir að þetta skarð var brotið í aldagamla hleypi- dóma annarra þjóða um fátækt íslenzkra samtíðarbókmennta og í vantraust þjóðarinnar sjálfrar, að íslenzkt skáldrit gæti átt verulegt erindi út fyrir landsteinana. Vitanlega hefði ein- hver annar átt eftir að brjóta þetta skarð fyrstur, ef Jóhann hefði ekki orðið til þess. En í sögunni verður þess getið, sem gert er, en ekki hins, sem hefði getað orðið. Og engum þeim, sem þekkti Jóhann, mun (að minnsta kosti eftir á!) finnast annað en eðlilegt, að einmitt hann væri flestum líklegri til að [ 13 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.