Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 15

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 15
norrænna höfunda, sem liæst bar, Ibsens, Björnsons og Strind- bergs. Þegar eg minnist nú þessa frumsýningarkvölds í Dagmarleik- húsinu, koma mér ósjálfrátt í hug ljóðlínur Matthíasar: — vafin er Verðandi reyk; lítið sjáum aftur, en ekki fram. Það er undarlega erfitt að sjá atburði líðandi stundar í rétt- um hlutföllum við atburði fortíðarinnar, hvað þá að skyggnast inn í framtíðina. Þess vegna greina menn í nærsýni sinni Iöng- um svo lítt milli þess, sem stórt er og smátt, um leið og það er að gerast. Fjalla-Eyvindur, og þó eindregnast þessi sýning, markaði í raun og veru miklu meiri tímamót í sögu íslenzkra bókmennta en höfundinum sjálfum eða nokkurum vina hans og aðdáenda var þá Ijóst. Við Islendingarnir vissum vel, að þjóðin átti ýmis stórbrotin skáldrit frá síðari öldum, einkan- lega í bundnu máli, við gátum lineyklazt á því og harmað það, hversu ókunn þau voru erlendis og ókleift var að þýða sumt hið bezta á aðrar tungur. En beizkur sannleikurinn var sá, að fæst af því hafði verið reynt að þýða og það litla, sem þýtt hafði verið, hafði ekki vakið neina athygli, sem var umtalsverð. Með Fjalla-Eyvindi tylltu islenzkar bókmenntir frá síðustu sex öldum (þ. e. yngri en fornritin) í fyrsta sinn tá í lifandi bók- menntum umheimsins. Að vísu hafði Jóhann orðið að vinna þá gæfuraun til sigursins að skrifa bókina sjálfur á útlendu máli og eiga ekki undir öðrum að snara henni eða koma á fram- færi. En engum blandaðist samt hugur um, að allt var íslenzkt, efnið, andinn og höfundurinn. Þótt liver maður verði að vega með sínum vopnum, var orðið nokkuð annað að vera íslenzkur rithöfundur, eftir að þetta skarð var brotið í aldagamla hleypi- dóma annarra þjóða um fátækt íslenzkra samtíðarbókmennta og í vantraust þjóðarinnar sjálfrar, að íslenzkt skáldrit gæti átt verulegt erindi út fyrir landsteinana. Vitanlega hefði ein- hver annar átt eftir að brjóta þetta skarð fyrstur, ef Jóhann hefði ekki orðið til þess. En í sögunni verður þess getið, sem gert er, en ekki hins, sem hefði getað orðið. Og engum þeim, sem þekkti Jóhann, mun (að minnsta kosti eftir á!) finnast annað en eðlilegt, að einmitt hann væri flestum líklegri til að [ 13 ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.