Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Qupperneq 30

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Qupperneq 30
Asta Norðmann Sigríður Armann Indriði Einarsson og danslistin. Þegar Þjóðleikhús vort, þessi mikla menningarstofnun, opnar dyr sínar og hefur leikstarfsemi sína með leik eftir Indriða Einarsson, er mér kært að fá tækifæri til að helðra minningu hans og flytja honum þakkir fyrir þá hvatn- ingu og þann stuðning, sem hann veitti danslistinni, fyrir þann þátt, sem hanu á í því að veita okkur, sem dansinum unna, tækifæri til að tjá íneð dansi ævintýrið um álfana, sem dansa í sölum inni —• á hjarni úti — og ævintýrið um fólkið, sem dansaði í kirkjunni, þar til kirkjan sökk. Danslistin hér á Islandi er að vísu aðeins á byrjunarstigi, en með opniín Þjóðleikhússins hlýtur hún að eignast sterkan og góðan jarðveg, ef rétt og vel er á haldið. Minnisstætt er mér, er ég sá Indriða Einarsson nokkrum sinnum á dans- Ieikjum í gömlu Iðnó. Þegar hinn hvíthærði sí-ungi öldungur sveif um gó'.fið í fallegum vals, Iýsti af látbragði og hreyfingum hans öllum svo mikil gleði og glæsimennska, að langt bar af öðrum. Gleði og fegurð var eitt af aðalsmerkjum Indriða Einarssonar. Megi íslenzk danslist hefja það merki hátt um ókomna tíma. ASTA NŒRÐMANN.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.