Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 11
D R A U M U R I N D R I Ð A
EINARSSONAR
Þenna dag verður mörgum liugsað til Indriða Einarssonar,
leikritaskálds, er varð aðal hvatamaður þess, að Þjóðleikhús
Islendinga er nú risið upp og tekið í notkun. Hann barðist
fyrir þessu áhugamáli sínu af brennandi áhuga og kom því
fram, með aðstoð góðra manna, að lög voru samþykkt á Al-
þingi um skemmtanaskatt, er varið skyldi til þess að koma
leikhúsinu upp. Það var í janúarblaði Óðins 1915, að Indriði
birti hina merku grein sína „íslenzkt leikhús.“ Hann ræðir þar
um framfarir þær, er orðið hafi á Islandi síðan 1875, og minnist
á það, er gert hefur verið til að styðja listir og vísindi, en enn
vanti mæninn á þá byggingu, er þurfi til að halda við íslenzkri
tungu og íslenzku þjóðerni. Þessi mænir er, að áliti Indriða,
leikhúsið. „Leikhúsið sameinar í sér allar listir í einu, ef það er
fullkomnara en við höfum átt að venjast. Það er efsta loft
menningarinnar í hverju landi.“ Síðan heldur hann hugleið-
ingum sínum áfram og krefst leikhússbyggingar fyrir 250.000,00
kr., en til samanburðar má geta þess, að Safnahúsið kostaði
210.000,00 kr. Hann sækir í sig veðrið eftir þessar hugleiðingar
og segir: „I nafni listarinnar, vegna íslenzks þjóðernis, og vegna
heiðurs þjóðarinnar, krefst ég þess, að hér verði reist sæmilegt
leikhús.“ Hann hefur farið mjög nærri um leikhúsþörf fslend-
inga á næstu áratugum. Hann gerir ráð fyrir leikhúsi með 750
sætum og að 12 fastir leikendur, að minnsta kosti, verði ráðnir.
Honum er ljóst, að leikhús þetta verði að reisa fyrir opinbert
fé, og að ríkissjóður verði að leggja til árlegs rekstrarkostnaðar
24—30.000 kr. Þegar menn hafa í huga, að allar tekjur land-
sjóðs 1913 reyndust 2þ4 millj. króna og að flest var þá ógert
í þessu landi, ldýtur stórhugur Indriða á þessum árum að vekja
aðdáun vora. En honum ofbauð ekki að nefna háar tölur. Hann
var hagfræðingur að menntun og endurskoðandi landsreikning-
anna og sagði í þessu sambandi: „Það er enginn efi á því, að
landið getur veitt 24—30.000 kr. til leikhússins. Það getur veitt
fjórum sinnum meira en það, ef þess þyrfti.“
C 9 ]