Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 18
út örfáar sögur, flestar stuttar og lítt merkar. Enn líða 26 ár,
þar til birt er mesta skáldsagan, sem gerð hafði verið eftir út-
gáfu Manns og konu, Upp við fossa eftir Þorgils gjallanda. A
þessu skeiði höfðu að vísu verið gerðar nokkrar ágætar smá-
sögur, en engin lífvænleg bóksaga. Næsti aldarfjórðungur var
mikill uppgangstími i sögu íslenzkrar rómanaritunar, er henni
bættust m. a. liðsmenn eins og Jón Trausti, Einar Kvaran,
Gunnar Gunnarsson, Nonni, Halldór Kiljan Laxness, Guðmund-
ur Kamban, Guðmundur Hagalin og Kristmann Guðmundsson.
Ilér má finna ýmsa tinda, sem allhátt ber. En helztur áfangi á
bóksagnaferlinum frá því út kom Upp við fossa er réttum ald-
arfjórðungi síðar, þegar Halldór Laxness gefur út Vefarann
mikla frá Kasmír, þá 25 ára að aldri. Til þessa hafði hann verið
æskumaður í mótun. Enn var hann að vísu óráðin gáta. En
hann hafði hér kvatt sér hljóðs svo, að ekki varð lengur dauf-
heyrzt við. Héðan var lagt upp í mikla ferð, út á glæsilegasta
skáldsagnaferil í sögu íslenzkra bókmennta.
Laxness getur þó varla talizt orðinn fullþroska höfundur fyrr
en með sögum sínum um Sölku Völku upp úr 1930. Og hér eru
firna merkileg mót, ekki aðeins í þroskasögu Laxness, og ekki
aðeins í sögu íslenzkrar skáldsagnaritunar, heldur í íslenzkri
bókmenntasögu yfirleitt, og segir mér svo hugur, að þar verði
seinna sett aldaskil. A þúsund ára afmæli Alþingis kom út síð-
asta ljóðabók Einars Benediktssonar. Þar með var hann horf-
inn af vettvangi bókmenntanna. Og þar með var horfin sú
Ijóðskáldafylking 19. aldar, hnigin sú „skáldaöld,“ sem risið
hafði með Bjarna Thorarensen. Vel hefði rnátt svo fara, að hér
með hefði verið lokið fjórða og síðasta blómaskeiði íslenzkrar
bókmenntasögu (eftir kveðskapar- og sagnritunaraldirnar fornu
og rismestu rétttrúnaðarbókmenntirnar lútersku). En ein-
mitt þá, er stórbrotnustu Ijóðskáldakynslóðir síðari alda eru
gengnar um garðinn, rís upp í fullu veldi annar tveggja mestu
skáldsagnahöfunda íslendinga, en hinn, Gunnar Gunnarsson,
þá enn höfundur á erlenda tungu. Framhaldi undanfarins frjó-
semdarskeiðs íslenzkra bókmennta var borgið, þótt þarna yrðu
þáttaskipti. Frá því um þessar mundir hafa lausamálsbók-
menntir að mestu skipað það fyrirrúm, sem kveðskapurinn
hafði lengstum helgað sér — þó engan veginn alltaf afdrátt-
arlaust — síðustu sex aldirnar.
[ 16 ]