Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 23

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Blaðsíða 23
F R Á L 1 Ð N U M T í M A Þegar Þjóðleikhúsið byrjar starfsemi sína, hefst væntanlega nýr þáttur leiksögunnar hér á landi. Þá er líka sanngjarnt að minnast þess, sem á undan er gengið, og þeirra, sem ruddu brautina. Hér í Reykjavík hefur verið leikið í liðlega hálfa aðra öld. Aður var leikið á Bessastöðum og í Skálholti. Áhugi á leik er því gamall, og leikrænt eðli íslenzkra bókmennta kemur snemma fram í kvæðum og sögum, í snörpum, fínum tilsvör- um og lifandi samtölum og leikrænum þáttum, eins og sumt er í Eddukvæðum og í Gylfaginningu. List leiksviðsins sjálfs, á nútímavísu, er yngri, og á sér þó alllanga en erfiða sögu. Piltar léku í gömlu latínuskólunum. Þegar Bessastaðapiltur, eins og Tómas Sæmundsson, fer að „ganga á comedíur“ í útlöndum, skrifar hann Jónasi Hallgríms- syni heim, að ekki taki hann þó það fríða sjónleikahús og allar þær fögru útsjónir, skóga, sjó, sól og tungl, skruggur og eld- ingar og allt það, sem konstin getur upp hugsað, til jafns við Álf, þegar Guðbrandur er búinn að stela úr skemmu hans „heima í Bessastaða svefnlopti, á meðal ykkar“. Þannig er til- finningin lifandi fyrir allri sannri iist, hversu frumstæð, sem hún er. Á þessari glöðu trú og þessu létta, einlæga ímyndunar- afli lifði íslenzk leiklist langar stundir við fábreytt skilyrði. Menn léku á furðulegustu stöðum, í skólunum eða heima hjá stiftamtmanninum, og tóku bekkina úr Dómkirkjunni til að sitja á, og amtmaðurinn, biskupinn og yfirdómarinn lögðust á eitt með skáldum og skólapiltum, séníum og vandræðamönn- um, — allt til að leika. Svo urðu sjónleikir uppistaða í mörgu félagslífi, hjá iðnaðarmönnum og sjómönum, kvenfélögum og stúdentum og síðast en ekki sízt hjá templurum. Einstakir at- hafnamenn töldu sér hag að því og heiður að halda uppi leik- húsum. Þetta var samt allt nokkuð laust í reipunum, þangað til skömmu fyrir seinustu aldamót, þegar Leikfélag Reykjavíkur var stofnað (1897), m. a. fyrir atbeina Þorvarðar Þorvarðar- sonar, sem varð fyrsti formaður þess. Síðan hefur verið sam- [ 21 ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.