Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Síða 23

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Síða 23
F R Á L 1 Ð N U M T í M A Þegar Þjóðleikhúsið byrjar starfsemi sína, hefst væntanlega nýr þáttur leiksögunnar hér á landi. Þá er líka sanngjarnt að minnast þess, sem á undan er gengið, og þeirra, sem ruddu brautina. Hér í Reykjavík hefur verið leikið í liðlega hálfa aðra öld. Aður var leikið á Bessastöðum og í Skálholti. Áhugi á leik er því gamall, og leikrænt eðli íslenzkra bókmennta kemur snemma fram í kvæðum og sögum, í snörpum, fínum tilsvör- um og lifandi samtölum og leikrænum þáttum, eins og sumt er í Eddukvæðum og í Gylfaginningu. List leiksviðsins sjálfs, á nútímavísu, er yngri, og á sér þó alllanga en erfiða sögu. Piltar léku í gömlu latínuskólunum. Þegar Bessastaðapiltur, eins og Tómas Sæmundsson, fer að „ganga á comedíur“ í útlöndum, skrifar hann Jónasi Hallgríms- syni heim, að ekki taki hann þó það fríða sjónleikahús og allar þær fögru útsjónir, skóga, sjó, sól og tungl, skruggur og eld- ingar og allt það, sem konstin getur upp hugsað, til jafns við Álf, þegar Guðbrandur er búinn að stela úr skemmu hans „heima í Bessastaða svefnlopti, á meðal ykkar“. Þannig er til- finningin lifandi fyrir allri sannri iist, hversu frumstæð, sem hún er. Á þessari glöðu trú og þessu létta, einlæga ímyndunar- afli lifði íslenzk leiklist langar stundir við fábreytt skilyrði. Menn léku á furðulegustu stöðum, í skólunum eða heima hjá stiftamtmanninum, og tóku bekkina úr Dómkirkjunni til að sitja á, og amtmaðurinn, biskupinn og yfirdómarinn lögðust á eitt með skáldum og skólapiltum, séníum og vandræðamönn- um, — allt til að leika. Svo urðu sjónleikir uppistaða í mörgu félagslífi, hjá iðnaðarmönnum og sjómönum, kvenfélögum og stúdentum og síðast en ekki sízt hjá templurum. Einstakir at- hafnamenn töldu sér hag að því og heiður að halda uppi leik- húsum. Þetta var samt allt nokkuð laust í reipunum, þangað til skömmu fyrir seinustu aldamót, þegar Leikfélag Reykjavíkur var stofnað (1897), m. a. fyrir atbeina Þorvarðar Þorvarðar- sonar, sem varð fyrsti formaður þess. Síðan hefur verið sam- [ 21 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.